Upptökur af 10 ára afmælisráðstefnu MST
Þann 27. nóvember 2018 hélt Barnaverndarstofa ráðstefnu á Grand Hótel Reykjavík í tilefni þess að 10 ár voru liðin frá því að fyrsta MST teymið tók til starfa hér landi. Fjallað var um áhrif og árangur MST í meðferð hegðunar- og vímuefnavanda í nærumhverfi.
Einnig fjölluðu norskir sérfræðingar um MST-CAN (Child Abuse and Neglect) og innleiðingu í Noregi sem hefur reynst vel í flóknum barnaverndarmálum. Vonir standa til að MST-CAN meðferðin verði einnig innleidd hér á landi.
Hér er hægt að skoða upptökur frá afmælisráðstefnunni.