Tveir hópar luku PRIDE námskeiði fyrir fósturforeldra í nóvember 2018.

Á tímabilinu 2004-2018 hafa 529 aðilar sótt PRIDE námskeið á vegum Barnaverndarstofu

8 jan. 2019

Um er að ræða grunnnámskeið byggt á PRIDE Model of Practice sem hefur verið haldið frá árinu 2004 á vegum Barnaverndarstofu. Samkvæmt reglugerð um fóstur ber þeim, sem sækja um að taka barn í fóstur að sækja námskeið á vegum Barnaverndarstofu áður en leyfi er veitt. Markmið með námskeiði er annars vegar að leggja mat á hæfni umsækjanda og hins vegar að veita umsækjanda nauðsynlega þjálfun og undirbúa hann undir hlutverk sitt.

Pride2Frá árinu 2017 hefur einnig verið boðið upp á námskeið sérsniðið að þörfum þeirra sem eru með börn sér nákomin eða skyld í fóstri. Námskeiðinu er ætlað er að veita þekkingu og skilning á þáttum sem flestir fósturforeldrar takast almennt á við. Auk þess er lögð áhersla á þætti sem skipta máli fyrir fósturforeldra barna sem eru þeim tengd eða skyld. Á tímabilinu 2017-2018 hafa 83 aðilar sótt námskeið fyrir þá sem eru með börn sem tengjast fjölskylduböndum eða eru með önnur tengsl.

Tilgangur og markmið beggja námskeiða er að efla þekkingu og skilning þátttakenda á ástæðum þess að barn þarf að flytja frá foreldrum og þörf barns fyrir aukna umönnun. Fósturforeldrar sinna mikilvægu verkefni og hafa hlutverki að gegna gagnvart fjölskyldu barns og þeirri barnaverndarnefnd sem fer með mál barns. Því er nauðsynlegt að þeir hafi skilning á samstarfi innan teyma auk lágmarks þekkingar á störfum barnaverndarnefnda, lagaumhverfi og hlutverki fósturforelda. Á námskeiðunum er fjallað um þörf barns fyrir öryggi og stöðugleika auk þess sem farið er yfir ferli sorgarúrvinnslu. Þá er rætt um hvað í því felst að taka við umsjá barna annarra, samstarf innan fjölskyldu og breytingar á hlutverkum innan fjölskyldu við fósturráðstöfun. Einnig er umfjöllun um hlutverk hins opinbera í fósturráðstöfun.

Almennt námskeið sóttu 18 einstaklingar (16 fósturforeldrar og 2 starfsmenn barnaverndarnefnda) en 20 einstaklingar sóttu námskeið sérsniðið að þörfum þeirra sem eru með börn sér nákomin eða skyld í fóstri, s.s. ömmur og afar. Góðar umræður sköpuðust á báðum námskeiðum og töldu þátttakendur mikilvægt að fá slíka fræðslu auk þess að fá tækifæri til að hitta aðra fósturforeldra í svipaðri stöðu. Næsta námskeið sérsniðið að þörfum þeirra sem tengjast börnum fjölskylduböndum verður haldið dagana 17. og 18. janúar nk. en almennt PRIDE hefst 2. febrúar nk. Bæði námskeiðin verða endurtekin á árinu 2019 í samræmi við eftirspurn.


P

Á árinu 2017 var 137 börnum ráðstafað í fóstur af ýmsum ástæðum og er stöðug þörf fyrir nýja fósturforeldra. Samkvæmt tölulegum upplýsingum Barnaverndarstofu var aldurshlutfall barna sem ráðstafað var í fóstur á árunum 2013-2017 0-5 ára (25%), 6-10 ára (21%), 11-14 ára (25%) og 15-17 ára (29%). Tölulegar upplýsingar Barnaverndarstofu benda jafnframt til þess að undanfarin ár hafi aukist hlutfall fósturráðstafana til fósturforeldra sem tengjast börnum fjölskylduböndum eða eru með önnur tengsl. Um er að ræða allt að 37% fósturráðstafana.

 








Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica