Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgar; frá börnum, foreldrum og nágrönnum. Fjölgun tilkynninga þar sem börn eru talin í bráðri hættu er mikið áhyggjuefni

20 apr. 2020

Einnig er áhyggjuefni aukning tilkynninga þar sem börn eru beitt líkamlegu ofbeldi og aukning tilkynning vegna andlegs ofbeldis gagnvart börnum. Þá fjölgar einnig tilkynningum þar sem börn verða fyrir heimilisofbeldi. Heldur hefur dregið úr tilkynningum vegna áhættuhegðunar barna en mikilvægt verður að fylgjast vel með næstu vikum og mánuðum til að sjá hver þróunin verður. Hér fyrir neðan er fjallað um helstu niðurstöður greiningar Barnaverndarstofu ásamt grein Heiðu Bjargar Pálmadóttur forstjóra vegna stöðunnar.

Hér er hægt að finna greiningu Barnaverndarstofu

 

Hér er hægt að finna tölfræðina frá barnaverndarnefndum

Hér er hægt að lesa grein forstjóra Barnaverndarstofu sem birt var á visi.is þann 20.4.2020 

Hér fyrir neðan er að finna samantekt greiningarinnar:    

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í mars 2020 og borið þær saman við tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020. Tilgangur greiningarinnar er að reyna að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Hér verður fjallað um helstu niðurstöður greiningarinnar.

Fjöldi tilkynninga

Fjöldi tilkynninga í mars 2020 er aðeins yfir meðaltali síðustu 14 mánaða á undan en ekki er að sjá að um sé að ræða óeðlilegt frávik milli mánaða heldur virðist talan í mars vera innan þeirra sveiflu sem getur verið milli mánaða. Sama gildir þegar skoðaður er fjöldi tilkynninga til: 1) Reykjavíkur, 2) nefnda á höfuðborgarsvæði og 3) nefnda á landsbyggð.

Mynd-1-20.04.20

Fjöldi tilkynninga þar sem tilkynnandi telur barn vera í yfirvofandi hættu

Fjöldi tilkynninga þar sem tilkynnandi telur barn vera í yfirvofandi hættu í mars 2020 er töluvert yfir meðaltali síðustu 14 mánaða á undan en ekki er að sjá að um sé að ræða óeðlilegt frávik milli mánaða heldur virðist talan í mars vera innan þeirra sveiflu sem getur verið milli mánaða. Þessi fjölgun skýrist fyrst og fremst af fjölda tilkynninga til barnaverndarnefndar Reykjavíkur.

Mynd-2-20.04.20

Hverjir tilkynna?

Helst virðist vera breyting hjá fjölda barna sem tilkynna sjálf, foreldrum sem tilkynna og nágrönnum.

Í mars 2020 bárust alls 17 tilkynningar til barnaverndarnefnda þar sem barn hefur sjálft samband. Á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 bárust mest 9 tilkynningar og minnst engin tilkynning á einum mánuði frá barninu sjálfu og er meðaltal slíkra tilkynninga á umræddu tímabili 5. Fjöldi tilkynninga í mars 2020 frá barni sjálfu eru því ríflega þrefalt fleiri en berast nefndum að meðaltali í hverjum mánuði og töluvert fleiri en bárust mánaðarlega alla þá mánuði sem samanburðurinn tekur til. Er því vísbending um að tilkynningum til barnaverndarnefnda frá börnunum sjálfum sé að fjölga töluvert. Ofangreinda fjölgun á tilkynningum gegnum frá barni sjálfu virðist einna helst mega rekja til fjölgunar á slíkum tilkynningum til barnaverndarnefndar Reykjavíkur.

Mynd-3-20.04.20

Foreldrar

Í mars 2020 bárust alls 92 tilkynningar til barnaverndarnefnda frá foreldrum barns. Á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 bárust mest 86 tilkynningar og minnst 52 tilkynningar á einum mánuði frá foreldrum og er meðaltal slíkra tilkynninga á umræddu tímabili 66. Fjöldi tilkynninga í mars 2020 frá foreldrum barns eru því töluvert yfir meðaltali á því tímabili sem notað er til samanburðar en litlu hærri en hæsta gildi mánuðina á undan. Er því ekki hægt að fullyrða að tilkynningum frá foreldrum sjálfum sé að fjölga. Þó er vísbending um að svo kunni að vera og ástæða er til að fylgjast sérstaklega með tölum næstu mánuði í þessum efnum. Þegar skoðaðar eru tölur fyrir 1) Reykjavík, 2) nefndir á höfuðborgarsvæði og 3) nefndir á landsbyggð má sjá að tölur í Reykjavík, á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggð eru yfir meðaltali miðað við samanburðartímabil.

 

Mynd-4-20.04.20Nágrannar

Í mars 2020 bárust alls 84 tilkynningar til barnaverndarnefnda frá nágrönnum. Á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 bárust mest 80 tilkynningar og minnst 48 tilkynningar á einum mánuði frá nágrönnum og er meðaltal slíkra tilkynninga á umræddu tímabili 65. Fjöldi tilkynninga í mars 2020 frá nágrönnum eru því töluvert fleiri en berast nefndum að meðaltali í hverjum mánuði og aðeins fleiri en bárust mánaðarlega alla þá mánuði sem samanburðurinn tekur til. Er því vísbending um að tilkynningum til barnaverndarnefnda frá nágrönnum sjálfum sé að fjölga eitthvað. Þegar skoðaðar eru tölur fyrir 1) Reykjavík, 2) nefndir á höfuðborgarsvæði og 3) nefndir á landsbyggð má sjá að þeim fjölgar mest í Reykjavík, aðeins á höfuðborgarsvæðinu en fækkar samanborið við meðaltal á landsbyggðinni. Í Reykjavík er talan mjög svipuð og hæsta gildi í samanburðarmánuðum.

Mynd-5-20.04.20

Hvað er tilkynnt um?

Tilkynningar til barnaverndarnefnda eru flokkaðar eftir vanrækslu á barni, ofbeldi gegn barni, áhættuhegðun barns og áhyggjur af ófæddum börnum.

Ofbeldi

Í mars 2020 bárust alls 299 tilkynningar til barnaverndarnefnda varðandi ofbeldi gegn börnum. Fjöldi tilkynninga í mars 2020 er nokkuð yfir meðaltali síðustu 14 mánaða á undan og fleiri á mánuði en allt tímabilið á undan sem samanburðurinn nær til. Þegar skoðaðar eru tölur fyrir 1) Reykjavík, 2) nefndir á höfuðborgarsvæði og 3) nefndir á landsbyggð má sjá að tölur eru allar yfir meðaltali miðað við samanburðartímabil en eru þó ávallt innan þeirra sveiflu sem getur verið milli mánaða. Er því vísbending um að tilkynningum til barnaverndarnefnda um ofbeldi sé að fjölga. Mikilvægt er að fylgjast með því á næstu vikum og mánuðum hver þróunin verður.

 

Mynd-6-20.04.20Vanræksla

Í mars 2020 bárust alls 450 tilkynningar til barnaverndarnefnda varðandi vanrækslu. Fjöldi tilkynninga í mars 2020 um vanrækslu er því nokkuð yfir meðaltali síðustu 14 mánaða á undan en ekki er að sjá að um sé að ræða óeðlilegt frávik milli mánaða heldur virðist talan í mars vera innan þeirra sveiflu sem getur verið milli mánaða.

Þegar skoðaðar eru tölur fyrir 1) Reykjavík, 2) nefndir á höfuðborgarsvæði og 3) nefndir á landsbyggð má sjá að tilkynningar til Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðis vegna vanrækslu eru nokkuð yfir meðaltali en örlítið undir meðaltali á landsbyggðinni. Allar tölur eru þó innan þeirra sveiflu sem getur verið milli mánaða.

 

Mynd-7-20.04.20

Áhættuhegðun barns

Í mars 2020 bárust alls 249 tilkynningar til barnaverndarnefnda varðandi áhættuhegðun barns. Fjöldi tilkynninga í mars 2020 er því nokkuð undir meðaltali síðustu 14 mánaða á undan og ekki er að sjá að um sé að ræða óeðlilegt frávik milli mánaða heldur virðist talan í mars vera innan þeirra sveiflu sem getur verið milli mánaða.

Þegar skoðaðar eru tölur fyrir 1) Reykjavík, 2) nefndir á höfuðborgarsvæði og 3) nefndir á landsbyggð má sjá að tilkynningum um áhættuhegðun barns fækkar nokkuð í Reykjavík og á landsbyggðinni miðað við meðaltal síðustu 14 mánaða á undan en fækkunin er minni á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt er að fylgjast með því á næstu vikum og mánuðum hver þróunin verður að þessu leyti.

 

 Mynd-8-20.04.20


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica