Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði eftir upphaf faraldurs

23 apr. 2021

Barnaverndarstofa hefur frá því snemma árs 2020 tekið saman og greint tilkynningar sem borist hafa til barnaverndarnefnda. Tilgangur slíkra greininga er að leggja mat á hvort, og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda.

Þær tölur og sú greining sem liggur til grundvallar þessarar samantektar miðast því við að bera saman fjölda tilkynninga fyrir upphaf COVID-19 heimsfaraldurinn, og þær tölur sem borist hafa þar á eftir. Hér verður miðað við 1. mars 2020 sem vendipunkt og er því fjöldi tilkynninga frá tímabilinu 1. mars-2019 til 29. febrúar 2020 borinn saman við fjölda tilkynninga sem hefur borist frá 1. mars 2020 til 28. febrúar 2021.

Tilkynningum fjölgaði eftir upphaf faraldurs

Tilkynningar eftir skilgreindan upphafspunkt COVID-19 faraldursins hafa að mörgu leyti svipað til tilkynninga fyrri ára, það er fylgja svipuðu mynstri þar sem tilkynningum fjölgar annars vegar í byrjun árs og á haustin en fækkar yfir sumarmánuðina.

Aftur á móti hefur tilkynningum fjölgaði eftir skilgreindan upphafspunkt COVID-19 faraldursins, og er sú fjölgun umfram það sem bætti búast við, sé miðað við meðalaukningu tilkynninga síðustu ára. Þá var tilkynnt vegna fleiri barna 12 mánuðum eftir skilgreint upphaf faraldurs en 12 mánuðum fyrir.

Tilkynningum vegna ofbeldis og vanrækslu hefur fjölgað

Þegar tölur vegna ofbeldis og vanrækslu eru teknar saman er ljóst að þeim tilkynningum hefur fjölgað talsvert síðustu 12 mánuði.

Tilkynningum vegna vanrækslu hefur fjölgað um 10-11% á milli ára, að meðaltali, síðastliðin ár. Aftur á móti var sú fjölgun tilkynninga sem barst barnaverndarnefndum á 12 mánuðunum eftir 1. mars 2020, umfram það sem búast hefði mátt við, eða 19,2%

Slíkt hið sama á við um tilkynningar vegna ofbeldis. Frá 1. mars 2020 hafa borist óvenju margar tilkynningar vegna ofbeldis á mánuði. Því til stuðnings má nefna að meðalfjöldi mánaðarlegra tilkynninga vegna ofbeldis á tímabilinu 1. mars 2020 til 28. febrúar 2021 var 315 tilkynningar, sem er um eða yfir hæsta gildi áranna á undan.

Því er ljóst að talsverð aukning á tilkynningum vegna ofbeldis og vanrækslu gagnavart börnum hefur orðið síðan faraldur hófst.

Tilkynningum vegna ófæddra barna fjölgar

Á tímabilinu 1. mars 2020-28. febrúar 2020 voru tilkynningarnar 3% fleiri en 12 mánuðina fyrir skilgreint upphaf COVID-19 faraldursins. Meðalaukning slíkra tilkynninga á síðastliðnum 5 árum hefur verið 3,5% og er því sú fjölgun tilkynninga sem sést hefur undanfarna 12 mánuði ekki eins mikil og búast hefði mátt við.

Á 12 mánaða tímabili eftir upphaf COVID-19 faraldursins bárust 68,2% fleiri tilkynningar en 12 mánuðina fyrir faraldurinn. Hér þarf að hafa í huga að barnaverndartilkynningar, þar sem óttast er að heilsu eða lífi ófædds barns sé stefnt í hættu, eru almennt fáar, á milli 5-10 í mánuði á landsvísu. Þar sem um tiltölulegar fáar tilkynningar er að ræða geta breytingar á milli mánaða eða jafnvel ára verið nokkuð skarpar. Þá ber einnig að hafa í huga að mikil aukning var á tilkynningum í júlí og ágúst 2020 og má rekja meginhluta þeirra til eins sveitarfélags. Um það má lesa hér  og hér .

Hér má nálgast greininguna í heild sinni.


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica