Tilkynning vegna úrskurðar Persónuverndar

30 okt. 2018

Barnaverndarstofa tekur ábendingar Persónuverndar mjög alvarlega og hefur þegar brugðist við þeim með viðeigandi hætti. Þarna er bent á vankanta á verklagi stofnunarinnar í tengslum upplýsingamiðlun til tveggja fjölmiðla er varðar mistök við framkvæmd afmáningar á upplýsingum á afmörkuðum hluta þeirra skjala sem afhent voru.

Niðurstaða Persónuverndar er að þegar þau gögn eru sett í samhengi við upplýsingar sem finna má annars staðar hafi verið rétt að afmá meira úr þeim gögnum sem afhent var en gert var. Barnaverndarstofa tekur ábyrgð á þessu og hefur þegar gripið til ráðstafana eftir samráð við sérfræðing í persónuvernd til að koma í veg fyrir að sambærileg mistök geti komið fyrir aftur. Afar mikilvægt er að tryggja að ekki séu veittar persónugreinanlegar upplýsingar um skjólstæðinga í barnaverndarmálum. Um leið er Barnaverndarstofa stjórnvald sem ber að fylgja upplýsingalögum og veita upplýsingar til að hægt sé að fjalla um málaflokkinn. Sú aukna umfjöllun og eftirspurn sem er til staðar í samfélaginu eftir upplýsingum um barnaverndarmál felur í sér margar nýjar áskoranir fyrir stofnun eins og þessa. Álit Persónuverndar er gagnleg leiðbeining á þeirri vegferð. Dreginn verður lærdómur af þessu máli og verður allt verklag við afhendingu gagna endurskoðað og má nefna að framvegis munu tveir lögfræðingar fara yfir öll gögn sem fara frá stofnuninni til fjölmiðla.


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica