Tilfellum vegna stafræns kynferðisofbeldis gegn börnum fjölgar

24 jún. 2020

Gríðarleg aukning varð í dreifingu stafræns kynferðisofbeldis gegn börnum á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst í Evrópu. Vísbendingar eru um að sama þróun hafi átt sér stað hér á landi.

Tölur úr Barnahúsi sýna að það sem af er þessu ári er fjöldi tilfella í Barnahúsi vegna stafræns kynferðisofbeldis gegn börnum nánast sá sami og allt árið í fyrra.

Í eftirfarandi töflu má sjá þróunina sl. ár í Barnahúsi. Hér má sjá að tilfellin í ár eru nánast jafn mörg og allt árið í fyrra og líkur eru á því að tilfellin í ár verði fleiri en þegar þau voru flest í þessum samanburði.

2015 2016 2017 2018 2019 2020
11 19 11 22 20 19

Hér má sjá frétt á vísi.is og viðtal við Ólöfu Ástu Farestveit forstjóra Barnahúss.


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica