Það sem af er ári hafa rúmlega 3.000 tilkynningar vegna 2.427 barna borist til barnaverndarnefnda landsins

7 apr. 2020

Flestar tilkynningarnar eru vegna vanrækslu á börnum, samtals 1.304, næst koma tilkynningar vegna áhættuhegðunar barna, 838 talsins og svo koma samtals 861 tilkynningar um ofbeldi gagnvart börnum.

Mikið áhyggjuefni er að fjöldi barna sem fer í skýrslutöku í Barnahúsi hefur aukist. Alls fóru 64 börn í skýrslutöku og 31 barn í könnunarviðtal í Barnahúsi á fyrstu þremur mánuðum ársins sem er fjölgun um 46 börn frá árinu áður. Börn fara í skýrslutöku þegar grunur er um að þau hafi orðið fyrir kynferðislegu- eða líkamlegu ofbeldi eða vegna heimilisofbeldis. Börn fara í könnunarviðtöl þegar barnaverndarnefnd hefur grun um að barnið hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi en telur sig þurfa að vita meira áður en óskað er eftir lögreglurannsókn.

Barnaverndarstofa fylgist áfram vel með þróun á fjölda og eðli tilkynninga og mun birta niðurstöður reglulega. Samfélagið verður að taka höndum saman til að vernda börn sem standa höllum fæti, þróun tilkynninga í kjölfar efnahagshrunsins 2008, þegar þeim fjölgaði um 40% á nokkrum mánuðum, er vísbending um að staða barna geti í mörgum tilvikum verið slæm í dag og að tilkynningum eigi eftir að fjölga á næstu mánuðum.

Við erum öll barnavernd hefur margoft verið sagt undanfarnar vikur og það er mikilvægt að taka það til sín. Það er til aðstoð fyrir foreldra sem eru að missa tökin, það er til hjálp fyrir þá sem beita ofbeldi, það er til aðstoð fyrir þá sem verða fyrir ofbeldi og það er á ábyrgð okkar allra að fylgjast með börnum, styðja börn og láta barnavernd vita ef grunur er um að aðstæður barns séu ekki góðar. Barnaverndarstofa ítrekar mikilvægi þess að tilkynna slíkt, annað hvort með því að hafa samband við barnaverndarnefnd beint eða með því að hafa samband við neyðarnúmerið 112.

 

Hér er hægt að lesa meira um samanburð á tilkynningum til barnaverndarnefnda á fyrstu þremur mánuðum áranna 2018 – 2020.


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica