Stórsókn í þjónustu við börn - ný framkvæmdaáætlun í barnavernd samþykkt á Alþingi þann 12. júní sl.

24 jún. 2019

Félagsmálaráðuneytið, Barnaverndarstofa og barnaverndarnefndir sveitarfélaga munu vinna samkvæmt áætluninni með meginmarkmið barnaverndarlaga að leiðarljósi; að tryggja viðunandi uppeldisskilyrði barna og að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega og árangursríka aðstoð.

Alþingi samþykkti þann 12 júní sl.  tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar til fjögurra ára, en Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, mælti fyrir henni 29. apríl síðastliðinn. Henni er ætlað að efla grunnvinnslu barnaverndarmála á fyrstu stigum, stuðla að snemmtækri íhlutun, auka samvinnu ríkis og sveitarfélaga og fjölga gagnreyndum úrræðum. Gert er ráð fyrir 600 milljón króna fjáraukningu til þess að byggja upp og þróa úrræði og þjónustu í málaflokknum.

,,Framkvæmdaáætlunin er liður í heildarendurskoðun í málefnum barna og mikilvægt skref í átt að því að skapa heildarsýn og samfellu í þeirri þjónustu og í þeim úrræðum sem standa börnum og foreldrum til boða. Áætlunin er metnaðarfull og yfirgripsmikil og unnin í góðu samráði við helstu hagsmunaaðila sem er lykilatriði í þeirri vinnu sem nú stendur yfir í tengslum við málefni barna," segir Ásmundur Einar.


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica