Skrifað undir viljayfirlýsingu vegna nýs meðferðarheimilis Barnaverndarstofu sem staðsett verður í Garðabæ


21 des. 2018

Stefnt er að því að fram­kvæmd­ir við nýtt meðferðar­heim­ili fyr­ir ung­linga hefj­ist á næsta ári í Garðabæ. Vilja­yf­ir­lýs­ing vel­ferðarráðuneyt­is, Barna­vernd­ar­stofu og Garðabæj­ar um lóð fyr­ir heim­ilið verður undirrituð í dag.  Um er að ræða tíu þúsund fer­metra lóð á Víf­ilsstaðahálsi, gegnt Kjóa­völl­um, þar sem reisa á þúsund fer­metra hús­næði.

Meðferðarheimilið verður ætlað unglingum á aldrinum 15-17 ára sem glíma við alvarlegan hegðunar- og vímuefnavanda. Vistunartími verður að jafnaði 6-9 mánuðir og eftir að vistun lýkur er umfangsmikil eftirmeðferð í 6 mánuði. Pláss verður fyrir 8 unglinga í vistun og til viðbótar fá um 8-10 unglingar eftirmeðferð á hverjum tíma. Stærstur hluti skjólstæðinga mun þegar jafnvægi er náð stunda vinnu og skóla utan veggja heimilisins og vera í miklum tengslum við nærumhverfi og heimili fjölskyldunnar. Aðrir munu á tímabilum þurfa meiri gæslu og hægari aðlögun að nærumhverfi. Í aðskildum hluta heimilisins er gert ráð fyrir öryggisvistun og vistun unglinga sem sæta gæsluvarðhaldi. Gert er ráð fyrir að um 25-30 manns sinni sérfræðistörfum og vaktavinnu við heimilið.


Hér má sjá frétt á heimasíðu Velferðarráðuneytisins


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica