• Kona á skrifstofu

Samanburður á úrræðum og umsóknum til Barnaverndarstofu

Barnaverndarstofa hefur tekið saman helstu tölur varðandi úrræði á þeirra vegum fyrir fyrstu sex mánuði ársins.

9 júl. 2021

Umsóknum um meðferðarúrræði og fósturheimili fækkar

Umsóknir um meðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu voru færri á fyrstu sex mánuðum ársins 2021 miðað við sama tímabil árið á undan, eða 77 umsóknir samanborið við 81 umsókn. Flestar umsóknir voru, líkt og síðustu ár, vegna MST. Fjöldi umsókna vegna Stuðla voru aftur á móti svipaðar eða fleiri á fyrstu sex mánuðum 2021, miðað við sama tímabil síðustu ár. Á tímabilinu janúar til júní barst 21 umsókn vegna Stuðla, samanborið við 20, 13 og 15 umsóknir á sama tímabili áranna 2018-2020.

Beiðnum til Barnaverndarstofu um fósturheimili fækkaði á tímabilinu janúar til júní 2021 miðað við sama tímabili árið 2020, eða 75 samanborið við 94. Flestar beiðnir voru vegna tímabundins fósturs, en slíkar beiðnir voru þó nokkuð færri en á sama tímabili áranna á undan.

Umsóknum um leyfi til að gerast fósturforeldrar voru fleiri á fyrstu sex mánuðum ársins 2021 miðað við sama tímabil í fyrra, eða 29 samanborið við 25 árið 2020.

Vistunum á lokaðri deild Stuðla fækkaði á fyrri helmingi ársins 2021 samanborið við síðustu ár, en vistunardagar voru alls 354 árið 2021 en 477 á sama tímabili árið 2020.

 

Skýrslutökur vegna kynferðisofbeldis tvöfalt fleiri en á sama tímabili í fyrra

Strax á fyrstu mánuðum ársins mátti greina mikla aukningu skýrslutaka í Barnahúsi, sé miðað við árin á undan. Á fyrstu sex mánuðum ársins 2021 voru skýrslutökur 167 en það eru 53% fleiri skýrslutökur en voru teknar á fyrstu sex mánuðum ársins 2020. Flestar skýrslutökur vörðuðu kynferðislegt ofbeldi. Þá hefur skýrslutökum vegna kynferðisofbeldis aukist til muna en þær voru tvöfalt fleiri á fyrstu sex mánuðum ársins 2021 en á sama tímabili árið 2020.

Nú er staðan sú að á fyrsta helmingi ársins 2021 voru skýrslutökur vegna kynferðislegs ofbeldis fleiri en allt árið 2018, allt árið 2019, og nánast jafn margar og allt árið 2020.

Skýrslutökur fyrstu sex mánuði ársins 2021 er vörðuðu líkamlegt- og heimilisofbeldi voru 58, sem er svipaður fjöldi skýrslutaka og á sama tímabili 2020. Þá má nefna að árið 2020 voru óvenju margar skýrslutökur vegna líkamlegs ofbeldis, miðað við árin á undan.

Könnunarviðtöl fyrir barnaverndarnefndir voru 78 á fyrstu sex mánuðum ársins 2021 en 55 á sama tímabil á árinu 2020. Stúlkur voru í meirihluta þeirra barna sem komu í rannsóknarviðtöl í Barnahús fyrstu sex mánuði ársins 2021, líkt og fyrri ár. 

 

Hér má nálgast skýrsluna í heild sinni.


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica