Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 9 mánuði 2019-2021

19 okt. 2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Tilkynningar til barnaverndarnefnda voru 2,3% fleiri á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 en á sama tímabili árið 2020. Fjöldi tilkynninga á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 var 9.792 tilkynningar. Tilkynningum fjölgaði á landsbyggðinni sem og í nágrenni Reykjavíkur, sé miðað við sama tímabil árið 2020, en voru færri í Reykjavík.

Flestar tilkynningar á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 voru vegna vanrækslu, líkt og fyrri ár eða um 43% allra tilkynninga. Þá bárust næst flestar tilkynningar vegna áhættuhegðunar barna, 28,4% allra tilkynninga og þar á eftir voru tilkynningar vegna ofbeldis, 27,6% allra tilkynninga. Hlutfall tilkynninga þar sem að heilsu eða lífi ófædds barns var stefnt í hættu var um 1%, líkt og síðastliðin ár.

Tilkynningum vegna vanrækslu varðandi nám hefur fjölgað á milli ára. Voru tilkynningar vegna vanrækslu varðandi nám 12,5% fleiri á fyrstu 9 mánuðum ársins 2021 en þær voru á sama tímabili 2020, en sé miðað við 2019 nemur fjölgunin 40,8%.

Þá hefur tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgað mikið á milli ára. Á fyrstu níu mánuðum ársins bárust 515 tilkynningar vegna kynferðislegs ofbeldis, eða 34,8% fleiri tilkynningar en á sama tímabili árið 2020. Ef miðað er við 2019 er fjölgunin enn meiri, eða sem nemur 58,5%.

Líkt og fyrri ár bárust flestar tilkynningar frá lögreglu en þær voru 38,2% allra tilkynninga á fyrstu níu mánuðum ársins 2021.

Tilkynningum frá skólum og heilbrigðiskerfinu hefur farið fjölgandi. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 bárust 1.295 tilkynningar frá skólakerfinu, samanborið við 1.060 og 1.003 á sama tímabili árið 2020 og 2019. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 bárust 13,1% fleiri tilkynningar frá heilbrigðisþjónustu, sé miðað við sama tímabili ársins 2020.

Samanlagður fjöldi barna sem tilkynnt var um á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 var 7.858 börn, en árið á undan var þau 7.752 og 6.675 börn árið 2019. Þess ber að geta að tölur um fjölda barna sem tilkynnt var um eru fengnar þannig að fjöldi barna sem tilkynnt var um í hverjum mánuði fyrir sig er lagður saman. Tilkynningar geta borist um sama barnið á milli mánaða, þannig að hér er ekki alltaf um að ræða fjölda einstaklinga yfir ákveðið tímabil heldur samanlagðan heildarfjölda barna í hverjum mánuði fyrir sig.

 

Skýrsluna má nálgast hér.


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica