PMTO fræðsludagur (booster) 19 nóvember síðastliðinn var haldinn árlegur fræðsludagur PMTO meðferðaraðila
Fræðsludagur í umsjá PMTO á Barnaverndarstofu var haldinn hátíðlegur á hótel Nordica þann 19 nóvember sl. með frábærum hóp PMTO meðferðaraðila víðs vegar af landinu. Þar fór fram hæfileg blanda af fræðandi og skemmtilegri fræðslu sem snérist m.a. að því hvernig hægt er að nýta fjarfundartækni í PMTO meðferðarvinnu. Við nutum þess að hlusta á reynslu sérfræðinga frá Íslandi, Bandaríkjunum og Kanada sem komu fram bæði á staðnum og í gegnum netið. Takk þið öll sem tókuð þátt.