PMTO fær hæstu einkunn sem viðeigandi úrræði í barnaverndarmálum í Bandaríkjunum

20 des. 2018

Nýlega fékk GenerationPMTO (bandaríska nafnið á PMTO) hæstu einkunn í Bandaríkjunum í gagnagrunni sem nær til gagnreyndra úrræða sem eru viðeigandi við vinnslu mála innan barnaverndar.
CBCE (California Evidence Based Clearinghouse for Child Welfare) er bandarískur gagnagrunnur sem safnar saman og metur meðferðarúrræði sem beinast að börnum, unglingum og fjölskyldum innan barnaverndar. Markmiðið er að stuðla að áhrifaríkri innleiðingu og gagnreyndum aðferðum fyrir börnin og fjölskyldur þeirra.
CEBC hefur farið í gegnum þær rannsóknarniðurstöður sem fyrirfinnast og metur að PMTO fái hæstu einkunn, sem er „1- Well-Supported by Reasearch Evidence“. Samtímis fær PMTO hæstu einkunn varðandi úrræði sem eiga mjög vel við í barnaverndarmálum.

Sjá nánar á eftirfarandi slóð:


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica