Nýir starfsmenn Barna- og fjölskyldustofu

12 maí 2022

Ráðningar forstöðumanna á meðferðarheimilum

Úlfur Einarsson hefur verið ráðinn í stöðu forstöðumanns á Stuðlum. Úlfur er útskrifaður frá Háskóla Íslands sem framhaldsskólakennari og hefur lokið viðbótardiplómu á framhaldsstigi í afbrotafræði. Þá hefur hann starfað á Stuðlum frá árinu 2009 í fjölbreyttum störfum næturvarðar, ráðgjafa og hópstjóra. Á árunum 2018 til 2021 gegndi Úlfur starfi deildarstjóra á vistheimilinu Fannafold og meðferðarheimilinu Lækjarbakka ásamt því að starfa sem verkefnastjóri skóla- og atvinnumála frá 2020 á meðferðaheimilum Barna- og fjölskyldustofu. Úlfur  tók við stöðu forstöðumanns  Stuðla 1. maí s.l.

Dögg Þrastardóttir tekur við sem forstöðumaður Lækjarbakka. Lækjarbakki mun nú heyra beint undir meðferðarsvið Barna- og fjölskyldustofu. Dögg hefur verið í stöðu deildarstjóra frá því að Lækjarbakki varð deild útfrá Stuðlum. Dögg er félagsráðgjafi að mennt og hefur áður starfað í barnavernd og fötlunarmálum.

Einnig hefur verið gengið frá ráðningu á forstöðumanni á meðferðarheimili að Laugalandi. Í starfið var ráðin Ólína Freysteinsdóttir, hún er með BA próf í nútímafræðum og meistarapróf í bæði náms- og starfsráðgjöf og fjölskyldumeðferð. Ólína hefur starfað sem fjölskyldumeðferðarfræðingur, sem náms- og starfsráðgjafi hjá háskólanum á Akureyri og nú síðast í BUG- teymi hjá sjúkrahúsinu á Akureyri svo eitthvað sé nefnt.


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica