Formleg opnun Barnahúss í Litháen

Formleg opnunarathöfn fyrsta barnahússins í Litháen fór fram í Vilnius fyrr í dag.

3 jún. 2016

Íslendingar hafa veitt tæknilega aðstoð við undirbúning starfseminnar og hafa sérfræðingar Barnahúss ásamt forstjóra stofunnar annast þjálfun starfsfólks og veitt ráðgjöf fagfólki og stofnunum sem að húsinu standa. Félagsmálasjóður EES veitti fjárhagslega aðstoð til verkefnisins sem gerði kleift að fjármagna gagnkvæmar heimsóknir fagfólks.

Velferðarráðherra Litháen, Algimanta Pabendinskiene, bauð forstjóra Barnaverndarstofu til þessarar athafnar og fluttu þau bæði ávörp af þessu tilefni. Fram kom í máli ráðherrans að Litháar meta mikils þá hvatningu og vinnuframlag sem Íslendingar hafa innt af hendi til að gera Barnahúsið í Vilnius að veruleika. Í máli Braga Guðbrandssonar kom m.a. fram að Litháar eru fyrsta þjóðin utan Norðurlandanna sem kemur á fót barnahúsi en unnið er að undirbúningi þess á meðal fleiri þjóða í Evrópu, þ.m.t. í Englandi, Lettlandi og Kýpur. Þá hefur Evrópusambandið veitt umtalsverðu fjármagni til að innleiða barnahús í Evrópu og taka nú 12 þjóðir þátt í því verkefni.
Hér er hægt að sjá opinbera umfjöllun frá Litháen um opnunina

Hér er sama umfjöllun þýdd af Bing yfir á ensku


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica