Heilluð af hugmyndum Barnahúss

28 apr. 2016

Umboðsmaður barna á Bretlandi, Anne Long­field, er stödd hér á landi til þess að kynna sér starf­semi Barna­húss en hún von­ast til þess að opnuð verði Barna­hús í Bretlandi á næstu árum að ís­lenskri fyr­ir­mynd. Barna­hús er orðið alþjóðlegt fyr­ir­bæri und­ir ís­lenska nafn­inu og seg­ir for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu það mik­inn heiður.

Eftirfarandi frétt birtist á mbl þann 28 apríl - smelltu hér til að sjá alla fréttina

Umboðsmaður barna á Bretlandi, Anne Long­field, er stödd hér á landi til þess að kynna sér starf­semi Barna­húss en hún von­ast til þess að opnuð verði Barna­hús í Bretlandi á næstu árum að ís­lenskri fyr­ir­mynd. Barna­hús er orðið alþjóðlegt fyr­ir­bæri und­ir ís­lenska nafn­inu og seg­ir for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu það mik­inn heiður.

Umboðsmaður barna í Bretlandi er sjálf­stætt embætti fjár­magnað af rík­inu. Long­field er hér á landi ásamt tíu manna nefnd á veg­um bresku rík­is­stjórn­ar­inn­ar til þess að kynna sér starf­semi Barna­húss.  

„Eitt sem ég hef verið að skoða í mínu embætti er hvernig við get­um boðið börn­um sem hafa verið mis­notuð kyn­ferðis­lega betri stuðning,“ seg­ir Long­field í sam­tali við mbl.is.

„Við vit­um af því að í Bretlandi er ekki sagt frá stór­um hluta mis­notk­un­ar gegn börn­um. Börn segja ekki frá hvað er gert við þau  og ef það er gert tek­ur við langt ferli, fyrst rann­sókn og svo dómsmeðferð. Börn þurfa oft að bíða lengi eft­ir að fá and­lega hjálp og við höf­um verið að skoða leiðir til að bæta þetta og að börn fái betri hjálp og fái hana fyrr til að jafna sig.“

Long­field seg­ist hafa heyrt af hug­mynd­inni bakvið Barna­hús og starf­sem­inni sem fer þar fram og var mælt með því við embættið að skoðað yrði hvernig Barna­hús myndi virka í Bretlandi. „Við vild­um koma hingað og sjá sjálf hvernig Barna­húsið virk­ar, tala við fólkið sem vinn­ur þar, ásamt full­trú­um stjórn­valda og dóms­yf­ir­valda til þess að heyra þeirra álit. Svo þurf­um við að skoða hvernig þær upp­lýs­ing­ar gætu nýst heima í Bretlandi.“

Staður sem er bú­inn til fyr­ir börn

Long­field seg­ist þykja mikið til koma af starf­semi Barna­hús, þá sér­stak­lega vegna þess að þar eru börn­in þunga­miðjan og öll þjón­usta snýr að þeim.

„Þetta er staður sem er bú­inn til fyr­ir börn og aug­ljós­lega eru börn­in þunga­miðjan. Við höf­um aðeins heyrt góða hluti um hvernig starf­sem­in hef­ur haft mik­il­væg áhrif og breytt því hvernig tekið er á móti börn­um sem verða fyr­ir mis­notk­un.“

Með Long­field í för eru full­trú­ar frá öll­um ráðuneyt­um Bret­lands og seg­ir Long­field  mik­inn áhuga fyr­ir því að prófa hug­mynd­ir Barna­húss í Bretlandi. Von­ast hún til þess að fyrsta Barna­húsið verði opnað þar eft­ir tvö til þrjú ár.  

Veit­ir börn­um sjálfs­traust til að segja frá

Hún seg­ir umræðuna um kyn­ferðis­legt of­beldi gegn börn­um hafa auk­ist síðustu ár í Bretlandi, sér­stak­lega í ljósi fregna af glæpa­gengj­um sem herja á börn. Þá hef­ur þó líka orðið aukn­ing í umræðunni um kyn­ferðis­brot sem börn verða fyr­ir af fjöl­skyldumeðlim­um. Að sögn Long­field er aðeins eitt af hverj­um átta mál­um þar sem fjöl­skyldumeðlim­ur er ger­and­inn til­kynnt til yf­ir­valda.

„Eitt sem vek­ur áhuga okk­ar á Barna­húsi er hvernig starf­sem­in veit­ir börn­um sjálfs­traust til þess að segja ein­hverj­um frá því sem þau hafa upp­lifað,“ seg­ir hún og bæt­ir við að með auk­inni um­fjöll­un um kyn­ferðis­lega mis­notk­un gegn börn­um skap­ist frek­ari þörf til lausna. „Þessi heim­sókn okk­ar til Íslands kem­ur á mjög góðum tíma.“

Líða tvö ár frá til­kynn­ingu til meðferðar

Hún seg­ir að eins og kerfið er núna er ferlið frá því að barn seg­ir frá broti og þar til það fær dómsmeðferð um tvö ár. Þá þurfa þau oft að bíða jafn­lengi eft­ir að fá hjálp frá fagaðilum við að vinna úr áfall­inu. „Hér heyr­um við að það taki ekki nema 1-2 vik­ur fyr­ir börn­in að fá hjálp og að það sé keðja sál­fræðinga og fagaðila sem ræða við börn­in. Það þýðir að yf­ir­völd fá miklu betri sönn­un­ar­gögn og skýr­ari mynd af því sem gerðist. Þetta eru án efa atriði sem við vilj­um að verði tek­in upp í okk­ar kerfi,“ seg­ir Long­field.

„Barna­hús er aug­ljós­lega eitt­hvað sem Íslend­ing­ar eru mjög stolt­ir af og við erum þakk­lát að fá tæki­færi til þess að læra meira um það.“

Orðið alþjóðlegt fyr­ir­bæri

Barna­hús er á veg­um Barna­vernd­ar­stofu sem fer með stjórn barna­vernd­ar­mála í umboði vel­ferðarráðuneyt­is­ins. Bragi Guðbrands­son, for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu, seg­ir það ánægju­efni að Bret­ar líti til Íslands í þess­um mál­um. „Það er auðvitað ofboðsleg­ur heiður fyr­ir okk­ur að breska stór­veldið, sem býr yfir allri þess­ari þekk­ingu og reynslu, leiti til okk­ar. Uppi eru kröf­ur um að taka allt kerfið þeirra í gegn og koma á fót um­bót­um til þess að bæta rann­sókn og meðferð þessa mála en þó þannig að börn­in séu í þunga­miðjunni,“ seg­ir Bragi í sam­tali við mbl.is.

Barna­hús var sett á lagg­irn­ar árið 1998 og er nú á viss­an hátt orðið alþjóðlegt fyr­ir­bæri. Norður­lönd­in hafa tekið upp Barna­húss-mód­elið, fyrst Sví­ar árið 2005 og Norðmenn tveim­ur árum seinna. Þá opnaði fyrsta Barna­húsið í Dan­mörku árið 2013. Í Svíþjóð eru Barna­hús í 30 borg­um og í tíu borg­um í Nor­egi.        

Opn­ar í Lit­há­en og Kýp­ur

„Það sem er sér­stakt við Barna­húsið er að barnið er þunga­miðja starf­sem­inn­ar og all­ar stofn­an­ir sem hafa hlut­verk að gegna við rann­sókn hvers máls vinna sam­an und­ir einu þaki,“ seg­ir Bragi. Full­trú­ar Barna­vernd­ar, lög­reglu, dóms­kerf­is­ins og heil­brigðis­kerf­is­ins koma all­ir í Barna­húsið og ræða þar við barnið.

„Þannig fer barnið bara í eitt viðtal þar sem framb­urður barns­ins er feng­inn. Áður þurfti að fara á milli full­trúa og í mörg viðtöl sem höfðu skelfi­leg­ar af­leiðing­ar, bæði fyr­ir barnið sjálft og framb­urð þess,“ seg­ir Bragi. Nefn­ir hann slæm áhrif þess fyr­ir barnið að þurfa að upp­lifa áfallið end­ur­tekið með því að þurfa ít­rekað að segja frá og þá skemm­ir það málsmeðferðina þegar að framb­urður barns­ins breyt­ist milli viðtala. Þá var áður ekki endi­lega fólk að taka á móti börn­un­um sem höfðu fengið þjálf­un í að ræða við börn.

„Barna­hús er að verða ráðandi form á þessu sviði og er að breiðast út víða,“ seg­ir Bragi en í júní opn­ar fyrsta Barna­húsið utan Norður­land­anna en það verður í Vilnius í Lit­há­en. Þá mun Barna­hús einnig opna í Kýp­ur í byrj­un næsta árs. „Þetta er að verða alþjóðlegt fyr­ir­bæri.“


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica