Opið fyrir umsóknir í PMTO meðferðarmenntun

Námið er ætlað fagfólki með framhaldsmenntun á háskólastigi, sem sinnir meðferð fyrir foreldra barna með aðlögunarvanda, einkum hegðunarerfiðleika.

7 apr. 2016

Við minnum á að opið er fyrir umsóknir í PMTO meðferðarmenntun.

Námið er ætlað fagfólki með framhaldsmenntun á háskólastigi, sem sinnir meðferð fyrir foreldra barna með aðlögunarvanda, einkum hegðunarerfiðleika. Menntunin er ítarleg en nemendur öðlast leikni í að beita meðferðinni og takast á við og draga úr mótþróa hjá foreldrum gagnvart þeim aðferðum sem þeir þurfa að tileinka sér. Námið er krefjandi, líflegt og gefur tækifæri til hagnýtrar klínískrar þjálfunar undir traustri handleiðslu PMTO sérfræðinga.

Upplýsingar um námið má nálgast á heimasíðu www.pmto.isog frekari fyrirspurnum svara Anna María (annamaria@bvs.is) og Edda Vikar (edda@bvs.is).  Umsóknarfrestur rennur út 12. maí 2016.

 Fjöldi fagfólks hefur nú þegar lokið námi í aðferðinni og boðið er upp á PMTO þjónustu fyrir foreldra víðsvegar á landinu. Nú er tækifæri til að slást í hóp fagaðila sem hafa bætt við sig þekkingu á þessu sviði. Hópurinn sem fer af stað í haust er sá sjöundi frá því að boðið var upp á námið hér á landi.

 


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica