112-dagurinn er haldinn um allt land í dag

Almannavarnir eru þema 112-dagsins. Áhersla á viðbúnað og viðbrögð almennings. Skyndihjálparmaður Rauða krossins útnefndur. Verðlaun veitt í Eldvarnagetrauninni. Neyðarnúmerið 112 fagnar 20 ára afmæli.

11 feb. 2016

112-dagurinn er haldinn um allt land í dag og er sjónum að þessu sinni beint að almannavörnum. Aðstandendur dagsins fræða almenning um almannavarnir og er sérstök áhersla lögð á að fjalla um viðbúnað og viðbrögð almennings við náttúruhamförum á borð við jarðskjálfta og óveður. Þetta verður gert meðal annars á samfélagsmiðlum og í 112-blaðinu sem fylgir Fréttablaðinu í dag.

Neyðarlínan gegnir lykilhlutverki í almannavörnum með móttöku og úrvinnslu neyðarbeiðna og rekstri Tetra-fjarskiptakerfisins sem viðbragðsaðilar nota innbyrðis og sín á milli. Mikil útbreiðsla GSM og rekstur Tetra gera viðbrögð við vá miklu skilvirkari og einfaldari en áður var og eru ein meginforsenda fyrir rekstri samhæfingarstöðvar almannavarna, að sögn Þórhalls Ólafssonar, framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar.

 

20 ára afmælishátíð 112 kl. 16 í dag

Neyðarlínan fagnar einmitt 20 ára afmæli um þessar mundir en 1. janúar síðastliðinn voru liðin 20 ár síðan samræmda, evrópska neyðarnúmerið var tekið í notkun hér á landi. Það leysti af hólmi 146 mismunandi númer viðbragðsaðila sem almenningur notaði til að leita eftir aðstoð, allt eftir því hvar fólk var statt og hvers eðlis þörfin fyrir aðstoð var hverju sinni.

 

„Það var mikið framfaraskref þegar eitt samræmt neyðarnúmer fyrir landið allt og alla viðbragðsaðila var tekið í notkun. Meirihluti landsmanna hefur notað neyðarnúmerið og mælingar sýna að yfirgnæfandi meirihluti notenda er ánægður með þjónustuna,“ segir Þórhallur.

 

20 ára afmælinu verður fagnað við athöfn í bílageymslu SHS í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð kl. 16 í dag með svohljóðandi dagskrá:

 • Ávarp: Ólöf Nordal innanríkisráðherra

 • Kvennakórinn Katla

 • Verðlaun í Eldvarnagetrauninni 2015 afhent

 • Gamanmál: Ari Eldjárn

 • Skyndihjálparmaður Rauða krossins útnefndur

   

  Samstarfsaðilar 112-dagsins

  112-dagurinn er samstarfsverkefni stofnana og félagasamtaka sem annast margvíslega neyðarþjónustu, almannavarnir og barnavernd í landinu. Þau eru: 112, Barnaverndarstofa, Embætti landlæknis, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslan, Landspítalinn, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Mannvirkjastofnun, Rauði krossinn, Ríkislögreglustjórinn, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Vegagerðin og samstarfsaðilar um allt land.


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica