Eftirlitsskýrsla Lanzarote nefndarinnar komin út

7 des. 2015

Lanzarote nefndin hefur nú samþykkt fyrstu eftirlitsskýrslu sína um framkvæmd Lanzarote samningsins og var hún birt fyrr í dag á heimasíðu Evrópuráðsins.

Lanzarote nefndin hefur nú samþykkt fyrstu eftirlitsskýrslu sína um framkvæmd Lanzarote samningsins og var hún birt fyrr í dag á heimasíðu Evrópuráðsins. Nefndin kaus að viðhafa svonefnda "stef aðferð" (thematic monitoring) við eftirlitið í stað þess að beina sjónum sínum að einstökum ríkjum svo sem barnaréttarnefnd S.þ gerir vegna eftirlits með framkvæmd Barnasamningsins. Stefið í þessari fyrstu skýrslu nefndarinnar var "sexual abuse in the circle of trust", og er þá litið til kynferðisbrota sem börn sæta af hálfu þeirra sem eru í trúnaðar-, áhrifa- eða ábyrgðarstöðu gagnvart þeim börnum sem brotið er á. Á þetta m.a. við kynferðisbrot innan fjölskyldu eða af hálfu annarra nákominna barninu, þ.m.t. frændfólks, kennara eða nágranna.

Viðfangsefnið var m.a. valið með hliðsjón af því að Lanzarote samningurinn er eini alþjóðasamningurinn sem tekur til slíkra kynferðisbrota. Þessu til viðbótar má nefna að ofangreind brot eru þau algengustu og því til áréttingar er vísað í skýrslunni til tölfræðilegra gagna frá Íslandi þar sem kemur fram að yfirleitt er svo ástatt í þrem af hverjum fjórum tilvikum þegar kynferðisbrot gegn börnum eiga í hlut.

Skýrsla nefndarinnar að þessu sinni beinist sérstaklega að fjórum þáttum: saknæmi brota, söfnun tölfræðilegra upplýsinga, vernd barna í við málsmeðferð réttarvörslukerfisins og ábyrgð lögaðila.

Skýrsluna í heild sinni má lesa hér.


Nýjustu fréttir

26. jún. 2023 : Upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga

Barna- og fjölskyldustofa hefur ásamt nokkrum öðrum aðilum tekið saman upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka sem standa að samkomum, viðburðum og mannamótum.

Í þessu upplýsingabréfi er að finna gagnlegar upplýsingar um ráðningar starfsfólks og sjálfboðaliða, um viðbrögð við hlutum sem geta komið upp og hvert er hægt að leita eftir frekari upplýsingum og nálgast fræðslu.

Lesa meira

16. jún. 2023 : Myndband um íslenska Barnahúsið

Evrópuráðið (Council of Europe) birti þann 1. júní s.l. myndband um Íslenska Barnahúsið. 

Myndbandið má nálgast hér


Þetta vefsvæði byggir á Eplica