Fræðsla fyrir öll börn í 2. bekk grunnskóla

Í dag undirritaði velferðarráðherra samning við leikhúsið 10 fingur; sem tryggir áframhaldandi sýningar á brúðuleikhúsinu Krakkarnir í hverfinu sem er ætlað að fræða nemendur um ofbeldi gegn börnum.

4 des. 2015

Í dag undirritaði velferðarráðherra samning við leikhúsið 10 fingur sem tryggir áframhaldandi sýningar á brúðuleikhúsinu Krakkarnir í hverfinu. Verkefninu er ætlað að fræða nemendur um ofbeldi gegn börnum og úrræði sem standa þolendum ofbeldis til boða. Sýningar á Krökkunum í hverfinu eiga sér langa sögu en þeim er ætlað að auðvelda börnum að segja frá hafi þau orðið fyrir ofbeldi. Boðskapur sýningarinnar snýst um að börnum sem fyrir þessu verða standi hjálp til boða. Barnaverndarstofa hefur haft umsjón með verkefninu frá því í október sl. en eins og fram kemur í frétt á vef ráðuneytisins er stefnt að því að vista verkefnið hjá Barnaverndarstofu.

Rannsóknarstofu í barna- og æskulýðsfræðum (BÆR) var falið að meta árangur verkefnisins og lágu niðurstöður fyrir í júní 2014. Áður hafði Blátt áfram fengið Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd (RBF) til að gera mat á árangri af sýningunum. Rannsóknirnar sýna að brúðuleikhúsið hefur reynst hvetjandi fyrir börn til að greina frá ofbeldi og auðveldað starfsfólki í skólum að bregðast við á réttan hátt.


Nýjustu fréttir

26. jún. 2023 : Upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga

Barna- og fjölskyldustofa hefur ásamt nokkrum öðrum aðilum tekið saman upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka sem standa að samkomum, viðburðum og mannamótum.

Í þessu upplýsingabréfi er að finna gagnlegar upplýsingar um ráðningar starfsfólks og sjálfboðaliða, um viðbrögð við hlutum sem geta komið upp og hvert er hægt að leita eftir frekari upplýsingum og nálgast fræðslu.

Lesa meira

16. jún. 2023 : Myndband um íslenska Barnahúsið

Evrópuráðið (Council of Europe) birti þann 1. júní s.l. myndband um Íslenska Barnahúsið. 

Myndbandið má nálgast hér


Þetta vefsvæði byggir á Eplica