Fræðsla fyrir öll börn í 2. bekk grunnskóla

Í dag undirritaði velferðarráðherra samning við leikhúsið 10 fingur; sem tryggir áframhaldandi sýningar á brúðuleikhúsinu Krakkarnir í hverfinu sem er ætlað að fræða nemendur um ofbeldi gegn börnum.

4 des. 2015

Í dag undirritaði velferðarráðherra samning við leikhúsið 10 fingur sem tryggir áframhaldandi sýningar á brúðuleikhúsinu Krakkarnir í hverfinu. Verkefninu er ætlað að fræða nemendur um ofbeldi gegn börnum og úrræði sem standa þolendum ofbeldis til boða. Sýningar á Krökkunum í hverfinu eiga sér langa sögu en þeim er ætlað að auðvelda börnum að segja frá hafi þau orðið fyrir ofbeldi. Boðskapur sýningarinnar snýst um að börnum sem fyrir þessu verða standi hjálp til boða. Barnaverndarstofa hefur haft umsjón með verkefninu frá því í október sl. en eins og fram kemur í frétt á vef ráðuneytisins er stefnt að því að vista verkefnið hjá Barnaverndarstofu.

Rannsóknarstofu í barna- og æskulýðsfræðum (BÆR) var falið að meta árangur verkefnisins og lágu niðurstöður fyrir í júní 2014. Áður hafði Blátt áfram fengið Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd (RBF) til að gera mat á árangri af sýningunum. Rannsóknirnar sýna að brúðuleikhúsið hefur reynst hvetjandi fyrir börn til að greina frá ofbeldi og auðveldað starfsfólki í skólum að bregðast við á réttan hátt.


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica