Fræðslumynd fyrir börn gegn kynferðislegu ofbeldi

18 nóv. 2015

Evrópuráðið helgar 18. nóvember baráttu gegn kynferðislegu ofbeldi og hvetur aðildarríki sín til að festa daginn í sessi. Skólastjórnendur í íslenskum grunnskólum eru hvattir til að sýna fræðslumynd fyrir börn af þessu tilefni. Fræðslumyndina má nálgast á vef velferðarráðuneytis. Á síðu Evrópuráðsins er að finna viðtal sem tekið var í tilefni dagsins við Braga Guðbrandsson forstjóra Barnaverndarstofu og formann Lanzarotenefndarinnar.



Nýjustu fréttir

26. jún. 2023 : Upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga

Barna- og fjölskyldustofa hefur ásamt nokkrum öðrum aðilum tekið saman upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka sem standa að samkomum, viðburðum og mannamótum.

Í þessu upplýsingabréfi er að finna gagnlegar upplýsingar um ráðningar starfsfólks og sjálfboðaliða, um viðbrögð við hlutum sem geta komið upp og hvert er hægt að leita eftir frekari upplýsingum og nálgast fræðslu.

Lesa meira

16. jún. 2023 : Myndband um íslenska Barnahúsið

Evrópuráðið (Council of Europe) birti þann 1. júní s.l. myndband um Íslenska Barnahúsið. 

Myndbandið má nálgast hér


Þetta vefsvæði byggir á Eplica