Hversu mörg mál barna eru könnuð í kjölfar tilkynninga til barnaverndarnefnda?

Á árinu 2014 bárust barnaverndarnefndum á Íslandi 8.924 tilkynningar, en fjöldi barna á bak við þessar tilkynningar var 4.920 börn. Flestar tilkynningar bárust sem fyrr frá lögreglu þó nokkuð hafi dregið úr þeim undanfarin ár.

5 nóv. 2015

Á árinu 2014 bárust barnaverndarnefndum á Íslandi 8.924 tilkynningar, en fjöldi barna á bak við þessar tilkynningar var 4.920 börn. Flestar tilkynningar bárust frá lögreglu sem fyrr þó nokkuð hafi dregið úr þeim undanfarin ár í hlutfalli við aðra tilkynnendur. Hlutfall tilkynninga frá lögreglu var 43,9% á árinu 2014.

Eftir að barnaverndarnefnd hefur fengið tilkynningu eða upplýsingar á annan hátt um að líkamlegri eða andlegri heilsu barns eða þroska geti verið hætta búin vegna vanrækslu, vanhæfni eða framferðis foreldra, áreitni eða ofbeldis af hendi annarra eða eigin hegðunar þarf hún að meta hvort um rökstuddan grun sé að ræða. Skal sú ákvörðun tekin eins fljótt og hægt er og eigi síðar en 7 dögum eftir að upplýsingarnar berast sbr. 21. gr. bvl.

Á eftirfarandi mynd má sjá að hlutfall barna var 68,3% á árinu 2014 þar sem ákveðið var að hefja könnun eða málið var þegar opið barnaverndarmál. Þetta hlutfall hefur farið vaxandi á síðustu árum, t.d. var það 59,4% árið 2010.

 

Frekari tölulegar upplýsingar um barnavernd má sjá hér á síðunni undir lykiltölur.


Nýjustu fréttir

26. jún. 2023 : Upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga

Barna- og fjölskyldustofa hefur ásamt nokkrum öðrum aðilum tekið saman upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka sem standa að samkomum, viðburðum og mannamótum.

Í þessu upplýsingabréfi er að finna gagnlegar upplýsingar um ráðningar starfsfólks og sjálfboðaliða, um viðbrögð við hlutum sem geta komið upp og hvert er hægt að leita eftir frekari upplýsingum og nálgast fræðslu.

Lesa meira

16. jún. 2023 : Myndband um íslenska Barnahúsið

Evrópuráðið (Council of Europe) birti þann 1. júní s.l. myndband um Íslenska Barnahúsið. 

Myndbandið má nálgast hér


Þetta vefsvæði byggir á Eplica