Hversu mörg mál barna eru könnuð í kjölfar tilkynninga til barnaverndarnefnda?

Á árinu 2014 bárust barnaverndarnefndum á Íslandi 8.924 tilkynningar, en fjöldi barna á bak við þessar tilkynningar var 4.920 börn. Flestar tilkynningar bárust sem fyrr frá lögreglu þó nokkuð hafi dregið úr þeim undanfarin ár.

5 nóv. 2015

Á árinu 2014 bárust barnaverndarnefndum á Íslandi 8.924 tilkynningar, en fjöldi barna á bak við þessar tilkynningar var 4.920 börn. Flestar tilkynningar bárust frá lögreglu sem fyrr þó nokkuð hafi dregið úr þeim undanfarin ár í hlutfalli við aðra tilkynnendur. Hlutfall tilkynninga frá lögreglu var 43,9% á árinu 2014.

Eftir að barnaverndarnefnd hefur fengið tilkynningu eða upplýsingar á annan hátt um að líkamlegri eða andlegri heilsu barns eða þroska geti verið hætta búin vegna vanrækslu, vanhæfni eða framferðis foreldra, áreitni eða ofbeldis af hendi annarra eða eigin hegðunar þarf hún að meta hvort um rökstuddan grun sé að ræða. Skal sú ákvörðun tekin eins fljótt og hægt er og eigi síðar en 7 dögum eftir að upplýsingarnar berast sbr. 21. gr. bvl.

Á eftirfarandi mynd má sjá að hlutfall barna var 68,3% á árinu 2014 þar sem ákveðið var að hefja könnun eða málið var þegar opið barnaverndarmál. Þetta hlutfall hefur farið vaxandi á síðustu árum, t.d. var það 59,4% árið 2010.

 

Frekari tölulegar upplýsingar um barnavernd má sjá hér á síðunni undir lykiltölur.


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica