Hefur þú áhuga á að gerast fósturforeldri?

Barnaverndarstofa leitar að fólki sem er reiðubúið að sækja um leyfi til að taka börn í fóstur og að taka þátt í sérstakri þjálfun því til undirbúnings.

5 nóv. 2015

Fósturforeldrar - fósturbörn

Hefur þú áhuga á að gerast fósturforeldri?

Barnaverndarstofa leitar að fólki sem er reiðubúið að sækja um leyfi til að taka börn í fóstur og að taka þátt í sérstakri þjálfun því til undirbúnings.

Um getur verið að ræða tímabundið og/eða varanlegt fóstur.

Æskilegt er að fósturheimili séu í eða í námunda við þéttbýli. Ýmis reynsla og menntun, einkum á sviði umönnunar barna, getur komið að góðu gagni.

 Nánari upplýsingar eru veittar á Barnaverndarstofu

sími: 530 2600  eða netfang: bryndis@bvs.is.

 Einnig er hægt að afla sér upplýsinga um umsóknarferli og hlutverk fósturforeldra á http://www.bvs.is 


Nýjustu fréttir

26. jún. 2023 : Upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga

Barna- og fjölskyldustofa hefur ásamt nokkrum öðrum aðilum tekið saman upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka sem standa að samkomum, viðburðum og mannamótum.

Í þessu upplýsingabréfi er að finna gagnlegar upplýsingar um ráðningar starfsfólks og sjálfboðaliða, um viðbrögð við hlutum sem geta komið upp og hvert er hægt að leita eftir frekari upplýsingum og nálgast fræðslu.

Lesa meira

16. jún. 2023 : Myndband um íslenska Barnahúsið

Evrópuráðið (Council of Europe) birti þann 1. júní s.l. myndband um Íslenska Barnahúsið. 

Myndbandið má nálgast hér


Þetta vefsvæði byggir á Eplica