Norræna barnaverndarráðstefnan 2015 - góð þátttaka íslenskra barnaverndarstarfsmanna.
Bragi Guðbrandsson var einn af aðalfyrirlesurum ráðstefnunnar og hét erindi hans ,,The silent revolution: towards convergence of child protection systems". Ísland bar svo ábyrgð á tveimur málstofum um ,,Barnahus in practice"og hélt Þorbjörg Sveinsdóttir frá Barnahúsi erindi á annari þeirra.
Bragi Guðbrandsson var einn af aðalfyrirlesurum ráðstefnunnar og fjallaði erindi hans um ,,The silent revolution: towards convergence of child protection systems". Barnaverndarstofa hafði svo undirbúið og bar ábyrgð á tveimur málstofum um Barnahús á Norðurlöndunum. Annars vegar var það málstofan ,,Barnahus i praktik" og var Páll Ólafsson málstofustjóri og svo hinsvegar ,,Barnahus in practice" þar sem Steinunn Bergmann var málstofustjóri og einnig hélt Þorbjörg Sveinsdóttir frá Barnahúsi erindið ,,Children´s testimony, from the forensic interview to court: Research on what factors impact the conclusions of cases referred to Barnahus in Iceland"
Báðar málstofurnar gengu vel og var vel mætt á þær og sköpuðust þó nokkrar umræður um efni fyrirlesara í lok þeirra.
Dagskrá málstofanna var eftirfarandi:
1.6 Barnahus i praktik (language: Norwegian / Danish)
Institusjonelle forutsetninger for samarbeid – med barnehus og barnevern som case
Elisiv Bakketeig, Forsker II, Senter for velferds- og arbeidslivsforskning, NOVA (Norsk institutt for forskning om oppvekst, velferd og aldring)
Samarbeid og praksis ved barneavhør og avhør av utviklingshemmede i Norge
Kristin Konglevoll Fjell, Leder, Statens Barnehus, Bergen Norge Anne Lise Farstad, Director,
Children's House in Bergen and Kristiansand Børnehuse i Danmark – en landsdækkende indsats
Anette Hammershøi, Specialkonsulent, Socialstyrelsen, Danmark
2.6. Barnahus in practice (language: English)
Barnahus in Sweden
Åsa Landberg, Psychologist and Psychotherapist. Editor of "The Book about Barnahus" and co-author to "Inside a Barnahus".
Children´s testimony, from the forensic interview to court: Research on what factors impact the conclusions of cases referred to Barnahus in Iceland
Thorbjörg Sveinsdottir, MSc Psychology, Forensic interviewer in Barnahus, Iceland
The evolution of the Finnish barnahus model - LASTA
Minna-Maria Sinkkonen, Project Manager, Advisor, National Institute for Health and Welfare, Finland
Þessi ráðstefna sem er haldið á þriggja ára fresti og fer á milli Norðurlandanna stóð yfir dagana 26 - 28 ágúst sl. í Turku í Finnlandi. Lokaathöfnin endaði á því að fulltrúar Íslands, Barnaverndarstofu tóku við keflinu fyrir næstu ráðstefnu sem verður haldin á Íslandi í byrjun september 2018.
Mikla athygli vakti að í lokin á athöfninni stóðu allir íslendingarnir í salnum upp og sungu hástöfum Maístjörnuna fyrir ráðstefnugesti og uppskáru dúndrandi lófaklapp fyrir.