Norræna barnaverndarráðstefnan 2015

"Hagsmunir barnsins útfrá norrænu sjónarhorni – dæmi um áskoranir og góð vinnubrögð" ráðstefnan verður haldin í Finnlandi, dagana 26, 27og 28 ágúst 2015 í borginni Turku.

6 mar. 2015

Barnaverndarstofa er aðili að Norrænu Barnaverndarráðstefnunni sem haldin er í Finnlandi dagana 26. til 28. ágúst 2015 undir yfirskriftinni "Hagsmunir barnsins útfrá norrænu sjónarhorni – dæmi um áskoranir og góð vinnubrögð"

Norræna Barnaverndarráðstefnan er haldin þriðja hvert ár og er leiðandi ráðstefna um málefni sem varða velferð barna og barnavernd. Umsjón og ábyrgð á ráðstefnunni fer á milli Norðurlandanna  og er Ísland næst í röðinni eða árið 2018.  Á ráðstefnunni er fjallað um nýjustu aðferðir, rannsóknir og þekkingu frá öllum Norðurlöndunum. Á dagskránni eru margir áhugaverðir fyrirlestrar og fjöldinn allur af mismunandi vinnustofum.  Þátttakendur hafa möguleika á að velja dagskrárliði útfrá eigin áhugasviðum og fagmenntun.
Norræna Barnaverndarráðstefnan er einstakt tækifæri til að kynnast þekkingu frá öllum Norðurlöndunum!

Á ráðstefnunni verða kynntar áhugaverðar rannsóknir, nýjar starfssaðferðir og góðar fyrirmyndir. Rætt verður um áskoranir og þátttakendur hafa tækifæri til að deila reynslu með fagfólki frá hinum norðurlöndunum.

Ráðstefnan snýr að öllum áhugasömum sem vilja þróa starf sitt faglega hvað varðar velferðarmál barna og eru forvitnir um hvað við í norðrinu getum lært af hvert öðru.

Nánari upplýsingar, skráning og dagskrá er að finna á: www.nordiskabarnavardskongressen.org og á www.bvs.is/vidburdadagatal


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica