Barnahús til umræðu á fundi í Lávarðadeild breska þingsins (House of Lords)

4 mar. 2015

Á fundi í Lávarðardeild breska þingsins þann 3. mars voru kynntar tillögur að nýskipan viðbragðs- og þjónustukerfis fyrir börn sem hafa sætt kynferðisofbeldi. Tillögurnar fela m.a. í sér að komið verði á fót allt að 5 barnahúsum að íslenskri fyrirmynd í London á næstu árum.

Barnahús til umræðu á fundi í Lávarðadeild breska þingsins (House of Lords)

Á fundi í Lávarðardeild breska þingsins þann 3. mars voru kynntar tillögur að nýskipan viðbragðs- og þjónustukerfis fyrir börn sem hafa sætt kynferðisofbeldi. Tillögurnar fela m.a. í sér að komið verði á fót allt að 5 barnahúsum að íslenskri fyrirmynd í London á næstu árum.

Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu flutti erindi og tók þátt í umræðum sem fram fóru undir stjórn Barónessu Stern. Bragi gegnir jafnframt formennsku í Lanzarote nefnd Evrópuráðsins en nokkur umræða varð um mikilvægi samnefnds Evrópusamnings. Í ræðu sinni gerði hann árangri Barnahúss á Íslandi skil og fjallaði sérstaklega um framrás þess í öðrum Evrópulöndum. Nú eru starfrækt barnahús í 50 borgum, einkum á Norðurlöndum, en verði tillögurnar að veruleika má reikna með örri fjölgun þeirra í Bretlandi.

Tillögurnar sem lagðar voru fram í dag eru unnar af sérfræðingum við King´s College Hospital í London og hafa verið kynntar fagfólki í ýmsum stofnunum. Í skýrslunni sem fylgdi tillögunum er þess m.a. getið að hugmyndir um starfsemi barnahúss nýtur víðtæks stuðnings, einkum á meðal lækna. Tillögunum verður m.a. beint til borgarstjórna í London til frekari meðferðar en London skiptist í 32 borgarhluta með 300 – 500 þús íbúa hver sem þykja svæði af hæfilegri stærð fyrir starfssemi barnahúsa.


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica