Ný og endurbætt lokuð deild Stuðla formlega opnuð 12. desember.

Á lokaðri deild verða nú rými fyrir 6 börn í stað þeirra 5 sem áður var. Einnig verður deildin kynjaskipt ásamt sérstöku neyðarrými . 

11 des. 2014

Stuðlar opna endurbætta aðstöðu á lokaðri deild

Næstkomandi föstudag 12. desember verða endurbætt húsakynni Stuðla, Fossaleyni 17, 112 Reykjavík, formlega tekin í notkun. Búið er að fjölga herbergjum deildarinnar um eitt þannig að nú eru rými fyrir 6 börn í stað þeirra 5 plássa sem áður var. Einnig hefur deildinni verið kynjaskipt þannig að nú er í fyrsta skiptið hægt að vista drengi og stúlkur aðskildum rýmum. Auk þessa hefur verið útbúið sérstakt neyðarrými sem ætlað er í móttöku barna í slæmu ásigkomulagi þannig að þau þurfi ekki að vera innan um önnur börn á meðan þau eru að jafna sig. Með breytingunum er nú möguleiki á meiri sveigjanleika í starfseminni en áður og hægt verður að sníða aðstæður betur að þörfum þeirra barna sem þar dvelja miðað við það sem áður var. Auk breytinganna á lokaðri deild Stuðla var farið í endurbætur á meðferðardeildinni.


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica