Ný og endurbætt lokuð deild Stuðla formlega opnuð 12. desember.
Á lokaðri deild verða nú rými fyrir 6 börn í stað þeirra 5 sem áður var. Einnig verður deildin kynjaskipt ásamt sérstöku neyðarrými .
Stuðlar opna endurbætta aðstöðu á lokaðri deild
Næstkomandi föstudag 12. desember verða endurbætt húsakynni Stuðla, Fossaleyni 17, 112 Reykjavík, formlega tekin í notkun. Búið er að fjölga herbergjum deildarinnar um eitt þannig að nú eru rými fyrir 6 börn í stað þeirra 5 plássa sem áður var. Einnig hefur deildinni verið kynjaskipt þannig að nú er í fyrsta skiptið hægt að vista drengi og stúlkur aðskildum rýmum. Auk þessa hefur verið útbúið sérstakt neyðarrými sem ætlað er í móttöku barna í slæmu ásigkomulagi þannig að þau þurfi ekki að vera innan um önnur börn á meðan þau eru að jafna sig. Með breytingunum er nú möguleiki á meiri sveigjanleika í starfseminni en áður og hægt verður að sníða aðstæður betur að þörfum þeirra barna sem þar dvelja miðað við það sem áður var. Auk breytinganna á lokaðri deild Stuðla var farið í endurbætur á meðferðardeildinni.