Nýtt Barnahús formlega opnað!

4 nóv. 2014

Nýtt barnahús var formlega opnað þann 31 október sl. í nýjum húsakynnum. Jafnframt var 16 ára afmæli starfseminnar fagnað en Barnahús var stofnað 1. nóvember 1998 með samstarfi barnaverndarnefnda, lögreglu, ákæruvalds, Landspítala og Barnaverndarstofu sem annast rekstur hússins.

Á þessum tíma hefur rúmlega 4 þúsund börnum verið vísað í Barnahús en þar fara fram könnunarviðtöl fyrir barnaverndarnefndir, skýrslutökur fyrir dómi, læknisskoðanir, greining og meðferð fyrir börn sem grunur leikur á að hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Um 200 börn koma til viðtals og meðferðar á hverju ári en aldrei hafa komið jafn mörg og í fyrra þegar þau voru í kringum 300. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir það skipta miklu fyrir starfsemina að fá stærra húsnæði. Tveir nýir sérfræðingar hafi bæst í starfshóp hússins en samtals starfa þar sjö sérfræðingar sem sinna þeim málum sem koma á borð Barnahúss. „Þetta skapar okkur skilyrði til að taka við nýjum viðfangsefnum. Það hafa komið fram óskir um að við veittum börnum áfallameðferð vegna annarra ástæðna en kynferðisofbeldis, til dæmis heimilisofbeldis og líkamlegs ofbeldis. Hingað til hefur það einvörðungu takmarkast við þau mál sem réttarvörslukerfið hefur haft til meðferðar,“ segir hann.

Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss, tók á móti gestum. Myndin er fengin að láni af visi.is


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica