• articleimage

Ráðstefna - fjarfundur

Consectetur adipiscing elit

20 apr. 2012

Eins og kunnugt er stendur Barnaverndarstofa fyrir ráðstefnu um samvinnu skóla og barnaverndar á Grand hótel Reykjavík, 29. maí 2012, klukkan 8:00-16:15.

Ráðstefnan fjallar um stöðu þeirra barna gagnvart skóla og menntun sem jafnframt fá þjónustu í barnaverndakerfinu, ekki síst fósturbarna og barna á meðferðarheimilum, og mikilvægi samvinnu þessara kerfa. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Skólastjórafélag Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök félagsmálastjóra, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur og Barnavernd Reykjavíkur.

Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar eru Bo Vinnerljung frá Svíðþjóð og Tore Andreassen frá Noregi. Nokkur styttri íslensk innlegg fjalla um tækifæri og áskoranir í samstarfi barnaverndar og skóla hér á landi. Sjá nánar hér.

Mögulegt er að fylgjast með ráðstefnunni á slóðinni 
http://straumur.nyherji.is/mediasite/SilverlightPlayer/Default.aspx?peid=3eb1832534ad4ee59918daed345289ff1d

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica