PMT - foreldrafærni er flutt á Barnaverndarstofu! 

Innleiðing PMTO á Íslandi byggist nú á samvinnu miðstöðvarinnar, Barnaverndarstofu, höfuðstöðva PMTO í Bandaríkjunum og þeirra svæða sem tileinka sér aðferðina hérlendis.

18 okt. 2013

Miðstöð PMT-FORELDRAFÆRNI er flutt úr Hafnarfirði  og er nú rekin af Barnaverndarstofu. Innleiðing PMTO á Íslandi byggist nú á samvinnu miðstöðvarinnar, Barnaverndarstofu, höfuðstöðva PMTO í Bandaríkjunum og þeirra svæða sem tileinka sér aðferðina hérlendis. Verkefnið hóf göngu sína á Íslandi árið 2000 og í dag er PMTO meðferð stunduð af um 40 meðferðaraðilum í 9 sveitarfélögum. PMTO meðferðarúrræðið er ætlað foreldrum og öðrum sem koma að uppeldi barna. Uppalendur fá í hendur ákveðin verkfæri sem gera þeim kleift að breyta og bæta hegðun barna sinna og þannig stuðla að bættri aðlögun þeirra á heimili, í skóla og í samfélaginu almennt.  Úrræðið, sem er sannprófað meðferðarúrræði, er þróað af Dr. Gerald Patterson og Dr. Marion Forgatch og samstarfsfólki á rannsóknarstofnuninni Oregon Social Learning Center (OSLC) í Eugene, Oregon í Bandaríkjunum og hefur nú verið innleitt víða um heim bæði í Bandaríkjnunum og í Evrópu.
Allar nánari upplýsingar veitir Margrét Sigmarsdóttir forstöðumaður PMTO.  

 


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica