Barnahús hefur umbylt rannsóknum og meðferð kynferðisbrotamála á börnum!

Á evrópuráðstefnu ISPCAN var fjallað um reynsluna af Barnahúsum á Norðurlöndunum

2 okt. 2013

Á alþjóða barnaverndarþinginu í Dublin sem var haldin dagana 15 - 18 september sl. var ma. haldið málstofa um Barnahús með þátttöku sérfræðinga frá Noregi, Svíþjóð og fulltrúa Íslands, Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu.  Þar gerði Bragi grein fyrir samþykktum Evrópuráðsins, Lanzarote samningnum og leiðbeiningum um barnvinsamlegt réttarkerfi auk þess sem hann fjallaði um stofnun Barnahúss á Íslandi og starfssemi sl. 15 ár.
Carl Göran og Anne-Lise Farstad gerðu grein fyrir nýlegum úttektum á Barnahúsunum í Svíþjóð og Noregi. Niðurstöður þessara úttekta eru að reynslan af starfssemi Barnahúss í báðum löndum er talin hafa umbylt rannsóknum og meðferð kynferðisbrotamála í þágu velferðar barna. 

Hér má skoða úttektir Norðmanna á starfssemi Barnahúsa í Noregi
Barnehusevalueringen 2012 - Delrapport 1
Barnehusevalueringen 2012 - Delrapport 2
Hér má svo skoða sænsku úttektina á starfssemi Barnahúsa í Svíþjóð
En kvalitetsgranskning av 23 Svenska verksamheter

Hér má skoða fyrirlestur Braga Guðbrandssonar
Þar kom ma. fram eftirfarandi um framtíð Barnahúsa í Evrópu
Fyrsta Barnahúsið á  Grænlandi var opnað árið 2011
Í næsta mánuði munu Danir opna Barnahús í fimm borgum (Kaupmannahöfn, Óðinsvé, Árósum, Álaborg og Næstved)
Dómsmálaráðuneyti Finnlands hefur ákveðið að fara af stað með "tilrauna" Barnahús í borginni Turku á tímabilinu 2013 til 2014
Félagsmála- og Vinnumálaráðuneytið í  Litháen hefur sett af stað undirbúning að stofnun Barnahúss á árinu 2013
Önnur lönd eins og Króatía, Tyrkland, Holland og Portúgal eru með stofnun Barnahúss á stefnu sinni

Hér er hægt að skoða innihald allra fyrirlestra á ISPCAN ráðstefnunni.


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica