Hagsmunir barnsins hafðir að leiðarljósi

4 júl. 2013

tobbaHvernig eigum við að bregðast við ef okkur grunar að börn búi við vanrækslu eða ofbeldi? Þær Ólöf Ásta Farestveit, uppeldis- og afbrotafræðingur og Þorbjörg Sveinsdóttir, MSc í sálfræði, leitast við að svara þessari spurningu í nýendurútgefinni bók sinni, Verndum þau. Í Morgunblaðinu þann 4. júlí er viðtal við Þorbjörgu.

Það var leitað til okkar Ólafar Ástu Farestveit frá menntamálráðuneytinu og Æskulýðsráði ríkisins og við beðnar um að skrifa þessa bók þar sem við höfum báðar starfað í Barnahúsi frá árinu 2001. Við höfum þar af leiðandi mikla reynslu af ofbeldismálum sem snúa að börnum og unglingum," segir Þorbjörg Sveinsdóttir, annar höfundur bókarinnar Verndum þau. Bókin var fyrst gefin út árið 2006 en hefur nú nýlega verið endurútgefin og segir Þorbjörg það hafa verið nauðsynlegt því í þessum málaflokki sé svo margt sem breytist á skömmum tíma. Þó að reynsla Þorbjargar og Ólafar byggist að mestu leyti á kynferðisbrotamálum gagnvart börnum og unglingum var ákveðið að taka á öllu ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum í bókinni. „Markmiðið var að gefa út fræðsluefni sem myndi gagnast öllum þeim sem starfa með börnum og unglingum í rauninni á hvaða vettvangi sem er. Ef maður er að vinna með börnum þá skuldbindur maður sig til að fylgjast með aðbúnaði þeirra og líðan," segir Þorbjörg.

Hér er hægt að skoða greinina í heild sinni.


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-17

05. sep. 2024 : Við erum að flytja vefinn okkar

Við erum smám saman að flytja vefinn okkar yfir á island.is og þar er að finna það helsta sem er á döfinni hjá okkur og allar nýjustu upplýsingar.  Fara á nýjan vef.

27. ágú. 2024 : Börn á Flótta – Málþing

UNICEF á Íslandi, Rauði krossinn á Íslandi og Barna- og fjölskyldustofa (BOFS) hafa í samstarfi unnið fræðslumyndband um börn á flótta.

Fræðsluefnið um börn á flótta. Smellið hér til að nálgast fræðsluna

Lesa meira

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica