Viðtalsherbergi fyrir börn innan barnaverndar!
Starfsmenn barnaverndar Reykjanesbæjar útbjuggu vistlegt herbergi til að ræða við börn við vinnslu barnaverndarmála. Börnin sem hafa komið í viðtalsherbergið eru almennt ánægð með það og það hefur gefist vel að vinna þar með börnin.
Starfsmenn barnaverndar Reykjanesbæjar leggja áherslu á að ræða við börn við vinnslu barnaverndarmála því þeir líta svo á að það séu sjálfsögð mannréttindi að leitað sé efir sjónarmiðum barna þegar verið er að fjalla um líf þeirra og aðstæður. Auk þess þarf að sjá til þess að þátttaka þeirra við ákvörðunartöku í máli sé tryggð. Það er vandasamt að ræða við börn þar sem ekki er hægt að ræða við þau á sama hátt og þegar fullorðnir eiga í hlut. Starfsmenn barnaverndar Reykjanesbæjar ákváðu því að útbúa vistlegt herbergi fyrir börn, sem Sara Dögg Gylfadóttir félagsráðgjafi , hannaði en þannig er frekar hægt að mæta mismunandi þörfum barna. Börnin sem hafa komið í viðtalsherbergið eru almennt ánægð með það og það hefur gefist vel að vinna þar með börnin. Starfsmenn barnaverndar Reykjanesbæjar hvetja aðrar barnaverndarnefndir að útbúa sérstakt viðtalsherbergi fyrir börn og hafa börnin ávallt í fókus.
Frekari upplýsingar veitir María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar í Reykjanesbæ