Viðtalsherbergi fyrir börn innan barnaverndar!

2 júl. 2013

herbergiStarfsmenn barnaverndar Reykjanesbæjar útbjuggu vistlegt herbergi til að ræða við börn við vinnslu barnaverndarmála. Börnin sem hafa komið í viðtalsherbergið eru almennt ánægð með það og það hefur gefist vel að vinna þar með börnin.
Starfsmenn barnaverndar Reykjanesbæjar leggja áherslu á að ræða við börn við vinnslu barnaverndarmála því þeir líta svo á að það séu sjálfsögð mannréttindi að leitað sé efir sjónarmiðum barna þegar verið er að fjalla um líf þeirra og aðstæður. Auk þess þarf að sjá til þess að þátttaka þeirra við ákvörðunartöku í máli sé tryggð.  Það er vandasamt að ræða við börn þar sem ekki er hægt að ræða við þau á sama hátt og þegar fullorðnir eiga í hlut. Starfsmenn barnaverndar  Reykjanesbæjar ákváðu því að útbúa vistlegt herbergi fyrir börn, sem Sara Dögg Gylfadóttir félagsráðgjafi , hannaði  en þannig er frekar hægt að mæta mismunandi þörfum barna.  Börnin sem hafa komið í viðtalsherbergið eru almennt ánægð með það og það hefur gefist vel að vinna þar með börnin. Starfsmenn barnaverndar Reykjanesbæjar hvetja aðrar barnaverndarnefndir að útbúa sérstakt viðtalsherbergi fyrir börn og hafa börnin ávallt í fókus.

Frekari upplýsingar veitir María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar í Reykjanesbæ

 

 


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-17

05. sep. 2024 : Við erum að flytja vefinn okkar

Við erum smám saman að flytja vefinn okkar yfir á island.is og þar er að finna það helsta sem er á döfinni hjá okkur og allar nýjustu upplýsingar.  Fara á nýjan vef.

27. ágú. 2024 : Börn á Flótta – Málþing

UNICEF á Íslandi, Rauði krossinn á Íslandi og Barna- og fjölskyldustofa (BOFS) hafa í samstarfi unnið fræðslumyndband um börn á flótta.

Fræðsluefnið um börn á flótta. Smellið hér til að nálgast fræðsluna

Lesa meira

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica