Samstarfsátak gegn heimilisofbeldi!

Ofbeldi á heimilum verður ekki liðið 

19 ágú. 2013

Lögreglan, Félagsþjónustan, HSS og kirkjur eru aðilar átaksins!

hendurÞann 1. febrúar sl. hófst samstarfsátak á Suðurnesjum er varðar heimilisofbeldi. Þeir sem taka þátt í átakinu eru: Lögreglan á Suðurnesjum, Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar, félagsþjónustan í Grindavík og félagsþjónustan í Sandgerði, Garði og Vogum. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Keflavíkurkirkja og Njarðvíkurkirkja styðja við átakið og hægt er að leita til þeirra eftir þörfum.
Markmið með átakinu er að gefa út skýr skilaboð til fólks um að Ofbeldi á heimilum verður ekki liðið ásamt því að veita þolendum heimilisofbeldis betri þjónustu. Það er gert með því að lögreglan á Suðurnesjum leggur sérstaklega áherslu á rannsókn heimilisofbeldismála. Þegar lögreglan fær tilkynningu um heimilisofbeldi þá hefur hún samband við félagsþjónustuna á svæðinu og starfsmaður frá félagsþjónustu kemur á heimili hvort sem um er að ræða börn á heimilinu eða ekki. Lögreglan leggur fullan kraft í rannsókn málsins og starfsmaður frá félagsþjónustunni ræðir við þolanda, börn ef þau eru á heimilinu,  og eftir atvikum brotamann. Starfsmaðurinn veitir þolandanum fyrstu aðstoð t.d. með því að fara með viðkomandi til læknis ásamt því að hlúa að börnunum ef þau eru til staðar. Ákveðin eftirfylgni er í málunum sem felst í því að starfsmaður félagsþjónustu hefur samband við  þolandann innan þriggja daga þar sem markmið er að meta þörf á stuðningi ásamt því að veita upplýsingar.  Meintum geranda er einnig boðið að koma í viðtal til að fara yfir hans mál þar sem viðkomandi er hvattur til að leita sér viðeigandi aðstoðar. Lögreglan og starfsmaður félagsþjónustu fara svo á heimili þolanda innan viku frá því að tilkynnt var um heimilisofbeldið.

Fólk er almennt ánægð með þessa nýju nálgun lögreglu og sveitarfélaganna á Suðurnesjum í þessu málum. Þetta hefur leitt til þess að þolendur fá betri þjónustu og verða upplýstari um þau úrræði sem í boði eru auk þess sem aukning hefur verið á nálgunarbanni og  brottvísun af heimili ásamt því að fleiri mál fara til ákæruvaldsins. Hér má nálgast upplýsingabækling tengdum árvekniátaki gegn heimilisofbeldi á Suðurnesjum.

Nánari upplýsingar veitir María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar í Reykjanesbæ


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica