Vinnustofa um stuðning við seinfæra foreldra

15 maí 2013

Barnaverndarstofa stendur fyrir vinnustofu með dr. Maurice Feldman prófessor í sálfræði, dagana 24 og 28 maí nk. í fundarsal Barnaverndarstofu að Borgartúni 21 í samstarfi við rannsóknarsetur í fötlunarfræðum. Vinnustofunni er ætlað að þjálfa þátttakendur í að nota efni og gátlista sem dr. Feldman hefur þróað.
 

Vinnustofan er eftirfylgd við námskeið sem haldið var dagana 30-31 maí 2012 í samstarfi við rannsóknarsetur í fötlunarfræðum og fagdeild félagsráðgjafa í barnavernd. Leiðbeinandi námskeiðsins var dr. Feldman prófessor í sálfræði en hann hefur þróað stuðningsaðferðir, gátlista og styrkleikamiðaðar matsaðferðir fyrir fagfólk á þessu sviði. Hann er leiðandi fræðimaður á alþjóðavettvangi, sjá nánar hér. Hanna Björg Sigurjónsdóttir lektor við fötlunarfræði í Háskóla Íslands skipulagði námskeiðið og leiðbeindi ásamt dr. Feldman.

Vinnustofan byggir á því efni sem kynnt var á námskeiðinu dagana 30-31 maí í fyrra og er því ætluð þeim sem sóttu námskeiðið. Skráning er fyrir 15. maí nk. á netfangið bvs@bvs.is 


 


 


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica