Árangur af stuðningsúrræðum fyrir börn, unglinga og foreldra þeirra

Málþing Ís-Forsa í samstarfi við Barnaverndarstofu og Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd

3 maí 2013

Árlegt málþing Ís-Forsa er haldið í samstarfi við Barnaverndarstofu og Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd. Málþingið verður 14. maí 2013 kl. 14.00-16.00 í Háskóla Íslands, Odda, stofu 101.

Dagskrá málþingsins má sjá hér.

Málþingið er opið öllum

Félagar í Ís-Forsa eru hvattir til að koma með veggspjöld um rannsóknir og þróunarverkefni sín.

Aðgangseyrir er 2.500 kr. greiðist við inngang eða reikningur sendur á stofnanir.

Nemendur í fullu námi greiða ekki aðgangseyri, aðrir nemendur greiða kr. 1.000.

Skráning er á netfangið rbf@hi.is.

Á málþinginu mun Margrét Sigmarsdóttir sálfræðingur, verkefnisstjóri PMT-FORELDRAFÆRNI fjalla um árangur af innleiðingu PMT-FORELDRAFÆRNI á Íslandi. Zulima Gabríela Sigurðardóttir sálfræðingur, dósent við Sálfræðideild Háskóla Íslands segir frá árangri af heildstæðum stuðningi við jákvæða hegðun í grunnskólum í Reykjanesbæ. Þá mun Halldór Hauksson sálfræðingur, sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs Barnaverndarstofu fjalla um niðurstöður rannsóknar um afdrif barna sem dvöldu á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu tímabilið 2002-2007 og ræða um árangur meðferðarstarfs á vegum Barnaverndarstofu. Í lok málþingsins verður pallborðsumræða þar sem fyrirlesarar svara fyrirspurnum og ræða efni málþingsins.


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica