Vantar úrræði!

28 feb. 2013

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu segir í fréttum á RUV að meðferðarstofnanir geti ekki  veitt ungum föngum þá aðstoð sem þeir eigi rétt á samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, ef þeir vilja ekki fara í meðferð. Lögfesting sáttmálans þýði að meðferðastofnanir eigi að geta haldið þeim sem ekki vilja fara í meðferð gegn vilja þeirra. Það geti stofnanir ekki í dag.
Forstjóri Barnaverndarstofu segir: Það er hvorki til þess mannafli né heldur er fyrir hendi fullnægjandi aðstaða til þess að glíma við þetta verkefni. Fréttamaður spyr hvað þurfi þá til og svarar Bragi að honum sýnist að menn verði að bretta upp ermarnar og hafa hraðar hendur um það að byggja upp úrræði sem getur mætt þeim kröfum sem fullgilding barnasamningsins felur í sér.

Hér er hægt að horfa á kvöldfréttir RUV frá 26 febrúar þar sem einnig var fjallað um málið. (byrjar á tímalínunni - 7:06)


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica