Aukið álag getur tafið meðferð!

Barnahús leggur mesta áherslu á skýrslutökur vegna kynferðisofbeldis

7 feb. 2013

Í viðtali í Morgunblaðinu þann 7 febrúar segir forstjóri Barnaverndarstofu, Bragi Guðbrandsson, að þrátt fyrir stóraukið álag á starfsmenn Barnahúss sé enn unnt að sinna hratt skýrslutökum fyrir dómstóla. Hins vegar sé hætt við að önnur verkefni, einkum meðferðarviðtöl við börn, tefjist. Fjórir sérfræðingar vinna hjá Barnahúsi auk ritara og sinnir stofnunin öllu landinu. Tæplega þreföldun varð á málum sem bárust Barnahúsi í janúarmánuði.

Helstu verkefni Barnahúss eru að sögn Braga annars vegar rannsóknarviðtöl við börn sem hafa greint frá kynferðisofbeldi eða börn sem ástæða þykir að ræða við vegna gruns um slíkt ofbeldi. Hins vegar er um að ræða greiningu og meðferð umræddra barna og ráðgjöf til handa foreldrunum, einnig þarf að tryggja læknisskoðun. „Við ráðum ekki við þetta svo vel sé, það lætur alltaf eitthvað undan þegar svona áhlaup verða á okkar þjónustu," segir Bragi. Hér má lesa viðtalið í heild sinni.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica