Börn geta þurft að bíða í nokkrar vikur eftir fyrsta könnunarviðtali, segir Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss.

29 jan. 2013

Í hádegisfréttum á Rás 1 og 2 þann 25 janúar kom fram í viðtali við Ólöfu að mikið álag hafi verið á Barnahúsi nú í janúar og þrefalt fleiri mál komið þar inn á borð en á sama tíma í fyrra. Börn geta þurft að bíða í nokkrar vikur eftir fyrsta könnunarviðtali. 

Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss: Það er gríðarleg aukning hjá okkur núna í janúar í kjölfar umræðunnar sem að hefur verið hér í fjölmiðlum. Ég tók gróflega saman það sem okkur hefur borist núna fyrstu 24 daga mánaðarins.  Þá hafa okkur borist 43 mál sem að annaðhvort eru í vinnslu eða í bið hjá okkur og ég veit um fjölda mála sem eru á leiðinni sem barnaverndarstarfsmenn víðs vegar um landið hafa haft samband út af.

Fréttamaður: Ráðið þið við þetta? Ólöf Ásta Farestveit: Nei, við ráðum engan veginn við svona mikinn fjölda, ef við miðum við tölurnar í fyrra þá vorum við með í vinnslu um 16 mál þannig að þetta er í rauninni tvöföldun á fjölda mála og mánuðurinn ekki búinn.  Það sem gerist er að það verður lengri bið hjá okkur, þó svo að skýrslutökur hafi algjöran forgang og að við ýtum öðrum málum til hliðar.

Fréttamaður: En hvað þýðir þetta varðandi skýrslutökurnar, er bið þá eftir að það sé hægt að komast að? Ólöf Ásta Farestveit: Nei, ekki í skýrslutöku en það eru kannski könnunarviðtölin og meðferðarmálin sem þurfa að bíða svolítið. Skýrslutökur eru í algjörum forgangi hjá okkur, mál þar sem er verið að rannsaka,  réttarvörslukerfinu reynum að sinna og er í forgangi. 

Fréttamaður: Þannig að fórnarlömbin eiga ekki að finna fyrir þessu aukna álagi, eða hvað?  Ólöf Ásta Farestveit: Jú, að sjálfsögðu finna börnin fyrir því vegna þess að það er lengri bið þar til barn kemur í fyrsta viðtal, þá sérstaklega í könnunarviðtöl fyrir barnaverndarnefndirnar. Þau þurfa að bíða og það er kannski sá biðtími sem er gríðarlega erfiður bæði fyrir foreldra og barn,  þegar biðin er orðin jafnvel nokkrar vikur, það er mjög erfitt fyrir þau að bíða svo lengi.


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica