Heiða Björg Pálmadóttir lögfræðingur Barnaverndarstofu í viðtali í Speglinum á RÚV þann 21 janúar sl.

23 jan. 2013

Heiða Björg segir reglur séu skýrar þegar grunur leikur á því að börn hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Þá eigi að tilkynna það til barnaverndaryfirvalda.
Heiða Björg segir að engar alhliða reglur séu til um það hjá stofnunum og fyrirtækjum hvernig taka eigi á málum barnaníðinga. Hún segir að reglur séu skýrar þegar grunur leikur á því að börn hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Þá eigi að tilkynna það til barnaverndaryfirvalda. Hins vegar séu reglur óljósar hvernig taka eigi á málun innan stofnananna. Barnaverndarstofa hefur sett sér vinnureglur varðandi þetta. Meginreglan er sú að þegar upp kemur grunur um kynferðisbrot gegn barni fari þau í lögreglurannsókn. Á meðan á rannsókn stendur er viðkomandi starfsmanni vísað tímabundið frá störfum. Ef gefin er út ákæra er viðkomandi sagt upp störfum. Hún segir líka mikilvægt að við ráðningar sé óskað eftir fullu sakavottorði en ekki látið gilda sakavottorð sem einungis hafi að geyma brot síðustu fimm ára. Í fullu sakavottorði er að finna alla dóma sem viðkomandi hefur hlotið.
Hér er hægt að hlusta á viðtalið.

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica