Breytt fyrirkomulag á málstofum um barnavernd

17 jan. 2013

Ákveðið hefur verið í samráði við samstarfsaðila að hætta með mánaðarlegar málstofur Barnaverndarstofu. Þess í stað verður haldin fræðslu- og umræðudagur fyrir starfsfólk barnaverndarnefnda einu sinni að vori og hausti.

Frá árinu 2004 hefur Barnaverndarstofa staðið fyrir mánaðarlegum málstofum um barnavernd í samstarfi við Barnavernd Reykjavíkur og félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Félagsmálaráðuneytið kom að samstarfinu á tímabili og fagdeild félagsráðgjafa í barnavernd hefur komið að samstarfinu frá því árið 2011. Málstofurnar hafa almennt verið vel sóttar af ólíkum faghópum en þátttaka barnaverndarstarfsmanna hefur verið mismikil. Til að þjóna landsbyggðini eru upptökur af flest öllum málstofum aðgengilegar á vefsíðu Barnaverndarstofu.
Á undanförnum árum hefur framboð um mánaðarlega fræðslu aukist, s.s. málstofur á vegum Rannsóknastofnunar um barna- og fjölskylduvernd og morgunverðarfundir Náum áttum sem Barnaverndarstofa er aðili að. Markmið með málstofum um barnavernd er að koma fræðslu á framfæri við starfsfólk barnaverndarnefnda sem hefur oft á tíðum átt erfitt með að sækja þær. Því hefur verið ákveðið að breyta fyrirkomulaginu og hætta með mánaðarlegar málstofur. Þess í stað verður haldin fræðslu- og umræðudagur fyrir starfsfólk barnaverndarnefnda einu sinni að vori og hausti. Hvað varðar fræðslu fyrir aðra hópa er áformað að standa fyrir árlegum ráðstefnum um barnavernd í samstarfi við ofangreinda aðila.


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica