Oftar tilkynnt um heimilisofbeldi

30 nóv. 2012

Tilkynningum um meinta vanrækslu til Barnaverndar Eyjafjarðar fjölgaði um 33% fyrstu 10 mánuði ársins.

115 tilkynningar höfðu borist um síðustu mánaðamót á Eyjafjarðarsvæðinu en allt árið í fyrra bárust 104 tilkynningar, að því er fram kemur í Akureyri vikublaði.

Áskell Örn Kárason sálfræðingur og formaður Barnaverndar Eyjafjarðar segir að tilkynningum um ofbeldi hafi einnig fjölgað umtalsvert. Þær eru 99 fyrstu 10 mánuðina í ár en alls voru 73 slík tilfelli allt árið í fyrra. Það jafngildir 63% aukningu milli ára.

„Núna er mun oftar tilkynnt um heimilisofbeldi en áður, þ.e. ofbeldi eða átök milli para þar sem börn eru á heimilinu,“ segir Áskell Örn. Þeim tilkynningum hefur þó fjölgað hlutfallslega mest þar sem fram koma upplýsingar um áfengisvanda foreldra eða vímuefnavanda þeirra. Um ræðir 44 tilvik fyrstu 10 mánuði 2012 en þau voru 26 allt árið í fyrra.


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica