Börn á Íslandi án löglegra forsjáraðila
Af gefnu tilefni telur Barnaverndarstofa nauðsynlegt að árétta að mál sem varða komu barna til Íslands í fylgd fullorðinna sem kveðjast foreldrar þeirra og framvísa fölsuðum skilríkjum þar að lútanandi eru afar fátíð. Í ljósi umfjöllunar sem fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarna daga kannaði Barnaverndarstofa málið hjá Útlendingastofnun, Mannréttindaskrifstofu og barnaverndarnefndum. Barnaverndarstofu er kunnugt um tvö slík mál á undanförnum árum, annað er það sem hefur verið til umfjöllunar um þessar mundir og hitt málið kom upp fyrir nokkrum árum og dómstólar á Íslandi hafa fjallað um. Í þessum málum er ekki grunur um mansal.