Börn á Íslandi án löglegra forsjáraðila

26 nóv. 2012

Af gefnu tilefni telur Barnaverndarstofa nauðsynlegt að árétta að mál sem varða komu barna til Íslands í fylgd fullorðinna sem kveðjast foreldrar þeirra og framvísa fölsuðum skilríkjum þar að lútanandi eru afar fátíð. Í ljósi umfjöllunar sem fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarna daga kannaði Barnaverndarstofa málið hjá Útlendingastofnun, Mannréttindaskrifstofu og barnaverndarnefndum. Barnaverndarstofu er kunnugt um tvö slík mál á undanförnum árum, annað er það sem hefur verið til umfjöllunar um þessar mundir og hitt málið kom upp fyrir nokkrum árum og dómstólar á Íslandi hafa fjallað um. Í þessum málum er ekki grunur um mansal.

Þess ber að geta að þegar barnaverndarnefndir fá tilkynningu um að börn séu hér á landi án forsjáraðila er málið kannað. Reynt er að hafa uppi á forsjáraðilum barna í heimalandi en á meðan sjá barnaverndarnefndir til þess að börn séu í öruggri umsjá. Hvert mál er einstakt sem kallar á mismunandi viðbrögð þó stuðst sé við ákveðið verklag í samræmi við barnaverndarlög nr. 80/2002

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-17

05. sep. 2024 : Við erum að flytja vefinn okkar

Við erum smám saman að flytja vefinn okkar yfir á island.is og þar er að finna það helsta sem er á döfinni hjá okkur og allar nýjustu upplýsingar.  Fara á nýjan vef.

27. ágú. 2024 : Börn á Flótta – Málþing

UNICEF á Íslandi, Rauði krossinn á Íslandi og Barna- og fjölskyldustofa (BOFS) hafa í samstarfi unnið fræðslumyndband um börn á flótta.

Fræðsluefnið um börn á flótta. Smellið hér til að nálgast fræðsluna

Lesa meira

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica