Viðbrögð við kynferðisofbeldi, heimildarmynd gefin út af Evrópuráðinu

22 nóv. 2012

Á alþjóðadegi barnsins, 20. nóvember, gaf Evrópuráðið út heimildarmynd um viðbrögð við mynd av vídeó KOFkynferðisofbeldi á börnum þar sem íslenska Barnahúsið er þungamiðja umfjöllunarinnar.

Til að sjá myndbandið smelltu á myndina 

Heimildarmyndin er liður í kynningu á bindandi samningi Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðisofbeldi sem kenndur er við borgina Lanzarote á Spáni þar sem samningurinn var fyrst lagður fram til undirritunar árið 2007. Ísland undirritaði samninginn árið 2008 og fullgilti hann í september síðastliðinn en alls hafa nú 23 ríki fullgilt samninginn.
Lanzarote samningurinn er heildstæðasta og víðtækasta alþjóðasamþykktin sem gerð hefur verið um vernd barna gegn kynferðisofbeldi. Þannig tekur hann til forvarna, rannsókna mála, saknæmi brota, verndar og stuðnings sem þolendur brota skuli njóta ásamt fjölskyldna þeirra, úrræða fyrir kynferðisbrotamenn, alþjóðasamstarfs os.frv.

Starfssemi íslenska Barnahússins var fyrirmynd fjölmargra ákvæða samningsins, einkum þeim sem lúta að þverfaglegum viðbrögðum ólíkra stofnana er varðar rannsóknarviðtöl við börn í barnvinsamlegum aðstæðum. Þetta hefur verið frekar útfært í Leiðbeinandi reglum Evrópuráðsins um barnvinsamlegt réttarvörslukerfi.
Þess má geta að sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins (Congress of Regional and Local Authorities) samþykkti áætlun um framkvæmd Lanzarote samningsins í síðasta mánuði. Í samþykktinni er sérstaklega mælt með stofnun barnahúsa við héraðs- og sveitarstjórnir aðildarríki ráðsins.


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica