Lanzarote-nefnd Evrópuráðsins mælir með Barnahúsi

5 nóv. 2012

Ísland hefur nú fullgilt bindandi samning Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðisofbeldi, svonefndan Lanzarote samning, og tekur hún gildi hinn 1. janúar 2014. Alls hafa þá 22 aðildarríki fullgilt samninginn.

Þá hefur Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu verið skipaður fulltrúi Íslands í nefnd Evrópuráðsins sem hefur eftirlit með framkvæmd samningsins, en nefndin sem gjarnan er nefnd Lanzarote-nefndin hefur sett sér reglur um verklag og framkvæmd eftirlitsins sjá hér.

Ein af fyrstu ákvörðunun Lanzarote-nefndarinnar var að óska eftir heimsókn í Barnahúsið og fór hún fram í lok maí sl. Þar gafst nefndinni tækifæri til að kynnast starfseminni og hitta að máli fulltrúa allra þeirra aðila sem koma að vinnslu kynferðisbrota gegn börnum á Íslandi. Þátttakendur voru frá Héraðsdómi Suðurlands, ríkissaksóknara, lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Landspítalanum, Barnavernd Reykjavíkur auk starfsfólks Barnahúss. Óhætt er að fullyrða að nefndinni hafi þótt mikið til koma ef marka má umsagnir nefndarmanna til Evrópuráðsins og samantekt. Á fundi nefndarinnar sem haldinn var í Strassborg í síðasta mánuði var síðan tekin ákvörðun um að nefndin leitaði leiða til að kynna Barnahús með það að markmiði að hugmyndafræði þess verði hrint í framkvæmd í fleiri aðildarríkjum ráðsins.

Þess má geta að í nýlegu kynningarefni ráðsins um barnvinsamlegt réttarkerfi er íslenska Barnahúsið í brennidepli. Þá vinnur Evrópuráðið nú að gerð heimildamyndar um starfsemi Barnahúss sem gert er ráð fyrir að verði tilbúin til dreifingar síðar á þessu ári.


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica