Stuðlar innleiða Motivational Interviewing

20 apr. 2012

Rannsóknir hafa leitt í ljós að aðferð sem kallast Áhugahvetjandi samtal (Motivational Interviewing) ber árangur í ráðgjöf, bráðaþjónustu og meðferðarvinnu með unglingum sem glíma við hegðunar- og vímuefnavanda. Aðferðin hefur haft mikil áhrif á skilning og aðferðir fagfólks í meðferðarvinnu með fullorðnum og unglingum sem eru í þörf fyrir breytingar á lífsstíl eða hegðun. Þessara áhrifa hefur einnig gætt á Stuðlum um langt skeið en í tengslum við yfirstandandi breytingar á starfseminni verður aðferðin nú innleidd þar með kerfisbundnari hætti en áður. Hafa starfsmenn á lokaðri deild og meðferðardeild setið ítarlegt þjálfunarnámskeið þar sem einnig er fjallað um kóðun á samtalsbútum og kóðunarkerfið MITI sem tryggir gæði í framkvæmdinni og að aðferðin sé notuð rétt. Stuðlar hafa áður innleitt svokallaða ART-þjálfun (Aggression Replacement Training) í félagsfærni, sjálfstjórn og siðferðilegri rökræðu. Bæði Áhugahvetjandi samtal og ART heyra til viðurkenndra grunnaðferða í meðferð unglinga með hegðunar- og vímuefnavanda.

Áhugahvetjandi samtal er gagnreynd aðferð og sérstaklega sniðin að skjólstæðingum sem hafa ekki komið auga á þörf fyrir breytingar, eru alfarið á móti breytingum eða hafa íhugað breytingar en eru á báðum áttum hvort og hvaða leið þeir geta farið. Mikilvægt einkenni Áhugahvetjandi samtals er að forðast ákveðnar gildrur í samtalinu sem ýta undir mótþróa og draga úr vilja til breytinga. Aðferðin miðar að því að virkja vilja skjólstæðings til jákvæðra breytinga á lífsstíl og hegðun, mæta skjólstæðingi þar sem hann er staddur og laða fram og ýta undir hugsanir og tillögur hans sjálfs um jákvæðar breytingar. Sjá nánar hér.

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica