Námstefna 2-3 maí 2012

13 apr. 2012

Námstefna verður haldin dagana 2. og 3. maí n.k. klukkan 9-16 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins undir yfirskriftinni "Foreldrar í vanda – börn í vanda. Heilbrigð frumtengsl – forsenda lífshæfni." Að henni standa Þerapeia, Miðstöð foreldra og barna og Barnaverndarstofa. Til námstefnunnar hafa verið fengnar þær Kari Killén frá Noregi og May Olofsson frá Danmörku, sem verða aðalfyrirlesarar. Báðar eru þær þekktar á alþjóðavettvangi fyrir framlag sitt og rannsóknir.

Markhópur námstefunnar er fagfólk sem starfar að málefnum barna og fjölskyldna í félagsþjónustu og barnavernd, kvenna- og barnasviði sjúkrahúsa og mæðra- og ungbarnavernd í heilsugæslu. Heilsugæslustöðvarnar eru sá hornsteinn sem mest brýtur á og gegna þær því lykilhlutverki.

Kari Killén og May Olofsson komu hingað til lands fyrir nokkrum árum sömu erinda og nú, og hafa margir látið í ljós óskir um endurfundi við þær. Hér á eftir fer samantekt um störf þeirra Kari Killén og May Olofsson og hvað þær munu fjalla um á námstefnunni:

Kari Killén ph.d. er prófessor emeritus, yfirm. rannsókarstarfs NOVA (Norwegian Institute of Social Research) í Osló. Hún er höfundur margra fræðirita og bóka um þessi efni, sem þýddar hafa verið á margar tungur. Nýleg bók hennar „Barndommen varer i generasjoner” er væntanleg í íslenskri þýðingu og verður gefin út í Lærdómsritaflokki Hins íslenska Bókmenntafélags. Kari Killén mun m.a. fjalla um mikilvægi traustra frumtengsla og um afleiðingar af tilfinningalegri vanrækslu og annarri slæmri meðferð ungbarna. Ennfremur undirstrikar hún mikilvægi réttrar greiningar svo snemma er verða má; fjallar ýtarlega um og leiðir úrræði til úrbóta, margháttaða forvarnarvinnu og meðferð í því skyni að rjúfa hina óheillavænlegu keðjuverkun. May Olofsson dr.med. er yfirlæknir Fjölskyldu¬þjón¬ustu (Familieambulatorium) Hvidovre sjúkrahússins og Ríkisspítalans í Kaupmannahöfn. Hún hefur m.a. sérhæft sig í að bregðast við þeim vanda sem áfengis- og vímuefnaneysla veldur í þessu sam¬hengi. Á námstefnunni mun hún fjalla ýtarlega um hættuna á skaðlegum áhrifum slíkrar neyslu verðandi mæðra á fóstrið, einkum á þroska heilans og miðtaugakerfisins. Ennfremur um meðferð fráhvarfseinkenna barna strax eftir fæðingu og aðrar nauðsynlegar forvarnir og meðferð mæðra og barna til að lágmarka líkur á varanlegum afleiðingum - sem fyrst á meðgönguskeiði. May Olofsson hefur unnið náið með danska Velferðarráðuneytinu, sem fyrir nokkrum árum veitti henni fjárstyrk til að móta og byggja upp sérhæfða þjónustu í þessu skyni. Eftir hana liggja bækur og fjöldi fræðigreina um þessi málefni.

Efniviður námsstefnunnar er afar þýðingarmikill bæði almennt – og fyrir fagfólk á þessu sviði. Námstefnan er viðleitni til að undirstrika og koma til móts við hina brýnu þörf á aukinni menntun, þjálfun og handleiðslu fagfólks, á þessu sviði. Undirbúningshóp fyrir ráðstefnuna skipa Hulda Guðmundsdóttir formaður fræðslunefndar Þerapeiu, Anna María Jónsdóttir geðlæknir (Miðstöð foreldra og barna) og Steinunn Bergmann félagsráðgjafi (Barnaverndarstofa ).

Nánari upplýsingar og skráning er í síma Þerapeiu 562-3990 og á netfangið terapeia2012@gmail.com

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica