Nýr forstöðumaður Stuðla

13 mar. 2012

Þórarinn Viðar Hjaltason sálfræðingur hefur verið ráðinn í starf forstöðumanns Stuðla frá og með 1. apríl næstkomandi. Þórarinn lauk námi frá Árósaháskóla og fékk starfsréttindi sem sálfræðingur árið 2002. Hann hefur lengst af starfað hjá Fangelsismálastofnun en starfaði einnig um skeið hjá þjónustumiðstöðinni Miðgarði. Á tímabilinu 2008-2009 starfaði hann sem sálfræðingur á Stuðlum. Þar að auki hefur Þórarinn starfað á eigin sálfræðistofu auk þess að sinna háskólakennslu og kennslu við menntaskóla. Í fjölbreyttum störfum sem sálfræðingur hefur hann sérstaka reynslu á sviði réttarsálfræði og af meðferð með börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra.

Sólveig Ásgrímsdóttir hefur starfað sem forstöðumaður frá árinu 1998 og mun láta af störfum 30. apríl næstkomandi.


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica