STARF ÞERAPISTA Í FJÖLKERFAMEÐFERÐ

22 feb. 2012

Fjölkerfameðferð (Multisystemic Therapy – MST) er gagnreynd meðferð með fjölskyldum unglinga með alvarlegan hegðunarvanda sem annars þyrftu vistun utan heimilis. MST miðar að því að efla foreldrahæfni og bæta samheldni og samskipti í fjölskyldu. Meðferðin fer fram á heimili fjölskyldunnar og í nærsamfélagi í samstarfi við skóla og aðra lykilaðila. Aðgengi er að ákveðnum meðferðaraðilum (þerapistum) í síma allan sólarhringinn.

Laus er til umsóknar staða MST þerapista. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi á sviði heilbrigðis- eða félagsgreina og hafa góða faglega þekkingu og reynslu af meðferðarvinnu. Þerapistar starfa undir stjórn sálfræðings sem er handleiðari og teymisstjóri, eftir meðferðarreglum og aðferðum MST, í samstarfi við erlendan MST sérfræðing. Um er að ræða fullt starf. Nánari upplýsingar um störfin og ráðningarskilyrði er að finna á Starfatorgi (www.starfatorg.is).

Við úrvinnslu umsókna um störfin gildir mat Barnaverndarstofu á hæfni og eiginleikum umsækjenda. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Barnverndarstofu við viðkomandi stéttarfélög. Í byrjun fá starfsmenn 5 daga grunnþjálfun í MST og reglulega þjálfun í framhaldi.

Umsóknarfrestur er til 26. febrúar. Viðkomandi þarf annað hvort að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Allar umsóknir gilda í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests ef starf losnar að nýju. Nánari upplýsingar veittar á Barnaverndarstofu í síma 530 2600 (www.bvs.is). Umsóknum má einnig skila rafrænt til ingibjorg@bvs.is.

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica