Norræna barnaverndarráðstefnan 2012

13 feb. 2012

Norræna barnaverndarráðstefnan er nú haldin í 25 sinn en fyrsta ráðstefnan var haldin í Danmörku árið 1921. Frá þeim tíma hafa ráðstefnurnar verið haldnar þriðja til fimmta hvert ár og skiptast norrænu löndin á að halda þær. Norræna barnaverndarráðstefnan er mikilvægur vettvangur til að miðla þekkingu og þróun á sviði barnaverndar og er Barnaverndarstofa aðili að þessu samstarfi fyrir Íslands hönd. Að þessu sinni er ráðstefnan haldin í Stokkhólmi dagana 12-14 september 2012. Opnuð hefur verið vefsíða Norrænu Barnaverndarráðstefnunar en þar er að finna upplýsingar um ráðstefnuna, dagskrá og staðsetningu www.nordiskabarnavardskongressen.org. Með tilkomu vefsíðunar verður efni hverrar ráðstefnu aðgengilegt að ráðstefnu lokinni.

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica